Sunday, January 4, 2015

Úr óreiðu í rútínu

Jólin eru komin niður hjá frúnni, nokkur ljós fá þó að lýsa upp skammdegið í gluggunum en fara fljótlega niður enda jólafríið senn á enda ásamt því að R Ú T Í N A N hefst aftur-halelúja!

Kaffibollarnir verða nokkrir á morgun....


Börnin eru ekki verst í rútínuraskinu, ó nei! Það er mamman, mamman á það til að skríða svolítið seint framúr ásamt því að vera vakandi langt langt frameftir og gerir hvað.......nákvæmlega ekki neitt en hausinn er alltaf að skipa mér í bælið en þá æji bara einn þátt í viðbót eða eitthvað, takk Netflix fyrir að setja Friends inn hjá ykkur, Crap, ég elska Vini mína og kann nánast hvern einasta þátt enda kláraði ég flestar setningar og fór með nokkra vel valda frasa þegar ég horfði á þætti í gær.....

Þetta er of gott stöff, ætli að ég kunni ekki þennan dans-svei mér þá



Akkúrat á þessari stundu sitja tveir molar og ræða öll heimsins mál á meðan að þeir eru að fá sér að borða, átu þeir kvöldmat-já, eru þeir að sálast úr hungri-nei, er þetta orðinn hluti af jólarútínunni-gæti verið!

Obbosí, fyrsti vinnudagurinn á morgun eftir ótrúlega ljúft, notalegt og þægilegt jólafrí. Ég man ekki eftir öðru eins jólafríi þar sem að púlsinn fór örugglega ekki yfir 100 slög per mínútu, maginn var troðinn eins og þakkargjörðarkalkúnn og það er örugglega komin dæld í sófann eftir bossann minn, hef varla stigið uppúr honum á milli áts og jólaboða......

Svona verður Marri á morgun þegar hann reynir að vekja mig
Ég hlakka samt til að fá rútínuna aftur í líf mitt, Meyjan elskar rútínu og skipulag!

Knús í hús!



No comments:

Post a Comment