Wednesday, January 7, 2015

Með fjörfisk í auganu......

Er að tryllast, gersamlega TRYLLAST á fjörfisknum í vinstra auganu mínu, hann stoppar nánast ekkert allan daginn, tekur stutt hlé við og við og mér líður eins og að ég sé alltaf að blikka fólk en enginn annar sér hann nema ég.

Augað er búið að vera skoppandi síðan fyrir jól, hef reynt allt, vera með maskara, ekki með maskara, með krem á auganu og ekki, tekið inn Magnesíum, drukkið vatn, sofið nóg og ég veit ekki hvað og hvað. Ef þið vitið um einhver töfraráð þá vil ég endilega fá að heyra.

Annars erum við Friðrik búin að hanga heima í allan dag en hann er með skítapest, Stebbinn er í feiknastuði og finnst ótrúlega gaman að vera kominn aftur á leikskólann eftir gott jólafrí. Ég er með svakalegar harðsperrur og mikið er það nú ljúft.

Lokaritgerðarskrif byrja um helgina, hólí mólí, nóg að gera alltaf. Vonandi fer fiskurinn að hætta að skoppa í auganu á mér bráðlega, áður en ég fríka gersamlega út!

Knús í hús.

No comments:

Post a Comment