Þannig var gærdagurinn hjá mér í þrekhring í Söndru leikfimi! Dæs.........Ég er endalaust svekkt út í sjálfa mig að vera komin í svona hrikalega slæmt form eftir að hafa verið fyrir ári síðan í góðu formi og var síðan í dúndurformi í maí á síðasta ári sem ég missti síðan alveg niður þegar ég fór í vaktavinnu og hef eiginlega ekki komið mér á rétt ról síðan, hef einfaldlega ekki gefið mér tíma til að hugsa um sjálfa mig! HVAÐ ER ÞAÐ!!
Einföldustu æfingarnar í gær voru erfiðar, eins og að hoppa til hliðar á palli, planki, framstig með lóð svo fátt eitt sé nefnt, ég hélt að þetta væri mitt síðasta og það eina sem ég hugsaði allan tímann var hvort að þetta gæti verið satt? Er ég virkilega búin að láta mig drabbast svona niður og komin á byrjunarreit? Jú það er víst satt, þarf líka að hugsa betur um mataræðið, pítsa tvö kvöld í röð hjálpar víst ekki til! Obbosí, jólin eru búin lömbin góð og tími til að husa betur um sjálfa sig, núna verður þetta lífsstíll ekkert bara einn mánuður eða þannig rugl!
Ég keypti mér æfingadýnu í Nettó á spottprís í gær, ísskápurinn er stútfullur af hollustu og ég er á leiðinni á bókasafnið til að næla mér í bækur sem snúa að heilsu og mataræði, þarf almennilegt spark í bossann! Ég veit að mörgum finnst þetta asnalegt, ég ríf mig niður eins og illa gerður hlutur en mér líður sjaldnast betur en þegar ég er í góðu formi og hugsa vel um það sem ég set ofan í mig. Ég sakna líka Metabolic, þarf að detta í gírinn aftur þar, ohhhh það eru dásemdartímar.......
No comments:
Post a Comment