En að safa og súpudeginum. Ég var að troða (já ég tróð henni upp í mig var orðin svo svöng) í mig súpu en sú rann ljúft niður, pínu spæsí og saðsöm, ég var reyndar orðin það svöng að ég borðaði hana kalda, nennti ekki að hita hana og hún var alveg svakalega góð svona köld svei mér þá.
Svona leit dagurinn út hjá mér:
Safi 1-2 - mynta, lime, engifer, hunang
Safi 3 - rauðrófur, gulrætur, epli, appelsínur, engifer
boost 1 - spínat, epli, banani, hnetur, döðlur, kókosmjöl, djús
boost 2 - bláber, hindber, jarðaber, banani, djús, hörfræ, chiafræ
te
súpa - kókos-karrí grænmetissúpa
Ég er ekkert svakalega svöng núna þrátt fyrir að hafa farið í magnaðan tíma í Söndru leikfimi áðan og ég á ennþá rauðrófusafann inni og ég mun innbyrða hann þegar tveir litlir maurar eru komnir í háttinn en þá verður me time með safann!
Hjá Höllu er þetta súpu og safa vika en ég ákvað að taka daginn í dag og miðvikudaginn, treysti mér ekki alveg í alla vikuna enda held ég að ég væri þá ekki fær að hafa samskipti við nokkurn mann því svöng Rannsla er ekki sú skemmtilegasta, ef að ég er pirruð þá spyr Gummi mig oft hvort ég þurfi nú bara ekki að fá mér að borða!
Ég mæli svo sannarlega með Höllu og hennar matarpökkum, söfum, kökum, kjúklingasalati og og og svo mætti lengi telja. Þið finnið Höllu á Facebook https://www.facebook.com/hjahollu?fref=ts.
No comments:
Post a Comment