Wednesday, January 14, 2015

Bella símamær


Eitt af áramótaheitunum mínum var að minnka símanotkun mína og það hefur gengið alveg þokkalega, segi ekki meira en þokkalega.......obbosí. En þrátt fyrir að ég sé búin að strengja þau heit að minnka notkun snjalltækisins að þá þrái ég samt sem áður nýja græju, sjálfa sexuna!



Þannig er nefnilega mál með vexti að fjarkinn minn er orðinn pínu hægur, batteríið endist ekki neitt og selfie myndirnar eru bara of óskýrar fyrir minn smekk! Já og mig vantar líka stærra minni á símann enda tek ég mikið af myndum af drengjunum, hundinum og fullt af öðrum hlutum sem taka svolítið mikið pláss.



Annað sem er á óskalistanum er selfie stöng-enda nauðsynlegt í sjálfurnar sem yrðu stúderaðar í döðlur með nýjum síma. Ó silfurlitaða sexan verður mín á þessu ári (bara ekki segja Gumma það).

Your so vain.......

No comments:

Post a Comment