Ég er spennt fyrir 2015, ég veit ekki af hverju en ég hef góða tilfinningu fyrir árinu, ætla að gera þetta að mínu ári, eða þetta segi ég amk á hverju ári og svo verður ekkert úr því en núna skal ég gera það!
Já nú verða nokkrar góðar blaðsíður skrifaðar fyrir árið 2015. Það sem ber þó einna hæst á þessu ári er að ég mun klára BA gráðuna mína og útskrifast í sumar frá Háskólanum á Akureyri, stórt og merkilegt stökk þar á ferð. Næst á dagskrá er að koma sér í gírinn eftir letilíf jólafrísins og fara að gera beinagrind og afla heimilda fyrir lokaritgerðina.
En þá er komið að áramótaheitnunum, ætla ég að strengja einhver? Ó já! Ég ætla þó að reyna að gera þau eins raunhæf og ég mögulega get, það er ekkert meira leiðinlegt en að strengja heit og þau hverfa bara hviss bamm búmm því þau eru svo flókin og leiðinleg..........
- Komast í betra form, hætta að koma fram við líkamann eins og ruslakistu og hreyfa mig meira.
- Hætta að drekka gos, ég hætti því fyrir 4 árum síðan og byrjaði á því aftur á síðasta ári, nú er ég hætt aftur!
- Hætta að drekka vín sem breytir manni í svín! Nei í alvöru, er hætt að drekka. Ég drekk svo hrikalega sjaldan að ég er ónýt eftir nokkur glös daginn eftir, ætla bara að hætta þessu alveg og njóta þess að vera alltaf fyr og flamme og hress daginn eftir að ég fer út að skemmta mér.
- Spila golf! Já ég fékk golfsett í þrítugsafmælisgjöf og nú skal lækka forgjöfina í sumarfríinu með frumburðinum.
- Minnka símanotknun mína, jiminn eini þessi sími, stundum slitnar ekki slefið á milli okkar!
- Eiga fleiri gæðastundir með fjölskyldunni, fara meira út að labba og stunda meiri útivist með þeim.
- Fylgja draumum mínum, æji ég á nokkra drauma í pokahorninu og þeir þurfa að verða að veruleika bráðlega, maður á að fylgja draumum sínum og gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera.
Ég held að þetta séu flestallt raunhæf markmið sem ég mun fylgja eftir, mikið afskaplega hlakka ég mikið til ársins 2015-ár Rönnslunnar. Já svo er svo sem kannski hægt að bæta einu áramótaheiti við og blogga meira, úlallla!!
Gleðilegt ár elskurnar mínar og takk fyrir liðið, hér að neðan eru svo nokkrar myndir frá desembermánuði en ég heiti rannveigjonina á Instagram, megið endilega fylgja mér.
Knús í hús.
![]() |
Mæðgur á annan í jólum |
![]() |
Marri sætabrauð klár í sparifötunum |
![]() |
Árið 2014 gert upp í myndum |
![]() |
Aðfangadagskvöld |
![]() |
Dásamlegu æskuvinkonurnar |
![]() |
Stebbaknús! |
No comments:
Post a Comment