Monday, September 12, 2016

Uppáhalds vörurnar mínar frá Garnier



Ég er snyrtivörudræsa, já ég sagði það dræsa! Ég þarf virkilega að hafa fyrir því núna að kaupa sem minnst þar sem að ég ætla að missa mig nett í Glasgow í byrjun nóvember en þar er víst hægt að versla dágóðan slatta af snyrtivörum, mér væri svo sem alveg sama þótt ég færi ekki heim með eina flík (nei nú lýg ég) ef ég kæmi heim með kúfulla tösku af snyrtivörum.


Garnier er merki sem heillar mig sífellt meira, Michellar hreinsivatnið hef ég notað mjög lengi frá þeim og nýjustu hreinsiklútarnir í þeirri línu eru æðislegir! Dúnamjúkir og mikið af vökva í hverjum klút sem mér finnst æði, þoli ekki hálf þurra klúta með engu til þess að þvo sér með, til hvers þá að nota þá? Ég nota klútana til þess að þvo af mér meiköppið fyrir ræktina og svo hreinsa ég húðina almennilega eftir að ég er búin í baði.



Nýjasta nýtt frá Garnier eru rakamaskar og ég varð að prófa þá! Já ég VARÐ! Kræst, laumaði tveimur stykkjum með í körfuna í Krónunni um helgina og ég verð að viðurkenna að ég er ástfangin. Raki, raki og raki er það eina sem mér dettur í hug þegar ég segi frá þessum klútum. Fjölskyldumeðlimir fengu hins vegar vægt sjokk þegar ég mætti með herlegheitin framan í mér rétt eftir kvöldmat og sá yngri grenjaði næstum úr sér augun af sjokki (kannski að ég hafi líka nýtt mér smá spúkí útlitið og hrætt hann, skál, mamma ársins).



Margar af vinsælustu bjútí snöppurum landsins hafa verið að prófa þennan maska og ég beið spennt eftir að ég fyndi hann í Hagkaup eða Krónunni. Steinunn Edda á Trendnet skrifaði einmitt um þennan maska um daginn og hér má skoða nánari lýsingu af honum.

Mér finnst Garnier vörurnar dásamlegar, sérstaklega hreinsivörurnar, mæli hiklaust með þeim.

Fylgdu mér á Snapchat: rannveigjonina

No comments:

Post a Comment