Sunday, April 27, 2014

Almenn ljóta sem bankar uppá um þetta leyti

Langar mig út í sólina? Langar mig í sund? Langar mig í Bláa Lónið? Langar mig út að hlaupa? Ó mig langar, mig langar..........

Jiminn eini svo sannarlega en það er ekki í boði núna þar sem að próflesturinn kallar. Sit inni heima hjá mér akkúrat núna, finn grilllykt í loftinu,  heyri í krökkunum úti að leika sér og fuglana syngja.

Ljótan, hún er til staðar, gríðarleg hárrót, óplokkuð, úfið hár og kósýfötin.

Aðeins 11 dagar eftir af geðveikinni, ég og fröken Amino ætlum að tækla þetta saman næstu dagana......


Wednesday, April 16, 2014

Þolinmóði eiginmaðurinn!

Það er óhætt að segja að Exel skjalið sé vel skipulagt þessa dagana en þegar það er mikið að gera hjá mér þá þakka ég svo sannarlega fyrir það að vera "nett" já bara nett skipulagsfrík!
Það er ýmislegt í gangi og ég reyni að púsla öllu saman eftir bestu getu en veggurinn mætti í gær!
Líkaminn sagði hingað og ekki lengra og núna slakar þú á, ég ætlaði mér að mæta eldspræk í Metabolic kl 06:00 en hafði ekki dropa í orku eftir í líkamanum eftir mánudaginn en svona leit mánudagurinn út:

06:00-Metabolic
07:00-08:00- Koma sér í sturtu, græja Stebbann í leikskólann, borða morgunmatinn, ganga frá ýmsu dóti og drasli í húsinu.
08:00-10:00- Hlusta á fyrirlestur og glósa uppúr honum.
10:00-12:00- Græja ýmislegt innan veggja heimilisins, skipuleggja vikuna, þvottur og fleiri skemmtilegheit.
12:00-13:00- Þitt Form hjá Freyju
13:00-15:00- Koma sér heim, borða, græja bað og mat fyrir námskeið vegna vinnunnar, baða sig og vesenast.
15:00-15:30- Ná andanum í smástund
16:00-22:00- Mætt á námskeið hjá IGS.
22:00-Heimleið og almenn uppgjöf (andlega)

Nýjar ræktarbuxur og almenn gleði!


Svefnlítil nótt tók síðan við en þarna áttaði ég mig á því að ég þyrfti að stoppa til að ná andanum aðeins lengur en bara í 30 mínútur eða svo yfir daginn! Ég er ekki þekkt fyrir neitt annað en að fara ALL IN í það sem ég tek mér fyrir hendur en ákvað að hlusta á líkamann í gær og hvíla mig, fór í smá borgarferð til að sækja vinnufötin og kaupa mér nýjar ræktarbuxur og Safrran, mmmm Saffran! Náði meira að segja að plata eiginmanninn þangað en honum langaði í pylsu eða hamborgara og ég hélt nú ekki!
Herra spékoppur á Saffran

Þessi elska hefur verið ótrúlega þolinmóður gagnvart mér undanfarnar vikur en þegar það er mikið að gera þá get ég verið ansi önug þegar eitthvað gengur ekki upp og hann er þá boxpúðinn minn, er búin að biðjast innilega afsökunar á skapsveiflum undanfarið við hann og svei mér þá ef við eigum ekki skilið að skella okkur á deit fljótlega, eða eftir prófin, eða í sumar, æji eða bara bráðlega!

Sei sei og svei, baðið bíður, námskeið á eftir, njótið dagsins elskurnar!

Sunday, April 13, 2014

Stend ennþá í lappirnar eftir síðustu viku

Ég er ennþá að reyna að átta mig á því hvernig stend ennþá í lappirnar eftir síðastliðna viku, það sem einkenndi hana var almenn geðveiki og ekkert annað og þrjóskan, já þrjóskan kom mér ansi langt!
Hlaupafélagarnir í góðum gír eftir útihlaup í sól og blíðu

Hreyfingin fauk ekki út um veður og vind og ég bætti meira að segja tveimur útihlaupum við allt sem var að gerast. Mataræðið var upp á 10 og ég var eins og klikkhaus með nesti á námskeiði fyrir vinnuna, ætlaði mér sko ekki að falla í freistni og borða mæjónesaðar samlokur alla vikuna!

Hér er hreyfing vikunnar:

Metabolic kl 06:00- 4x

Þitt Form kl 12:05- 3x

Útihlaup tæpir 5 og 6 km- 2x

Powerspinning 90 mín- 1x

Teygt á eftir svakalegan 90 mín. spinningtíma

Ég komst ekki í Hot Yoga í vikunni og kroppurinn finnur svo sannarlega fyrir því, er ansi stirð og aum í honum er harðsperrurnar hafa verið að birtast á hinum ótrúlegustu stöðum!
Hlaupagarpurinn í vorblíðunni

Fyrir utan það að hreyfa mig eins og ég væri á leiðinni að reyna að sigra The Biggest Loser var ég líka í skólanum, þar þurfti ég að hlusta á fyrirlestra, glósa og lesa. Ofan á það var ég á námskeiði fyrir vinnuna alla daga vikunnar frá kl 16-22 en í lok vikunnar var próf uppúr öllu sem við þurftum að meðtaka sem var ansi mikill slatti get ég sagt ykkur og ég klóra mig eiginlega bara í höfðinu yfir því að hafa náð miðað við hvað ég var upptekin alla vikuna. Skipulagið lömbin góð, það fleytir manni langt í svona annasamri viku-jú og þrjóskan.
Pollapönk mætti á afmælishátíð Grindavíkurbæjar, hér er Friðrik Franz með þessum snillingum

Páskafríið nálgast í skólanum og ég er með alla putta, tær, líkamann og flest allt sem hægt er að krossleggja krosslagt að það verði ekki verkfall þar sem að það mun hafa mikil áhrif á allt hjá mér, vinnuna, fjölskyldulífið og námslánin að sjálfsögðu!

Tilbúin í flugstöðvarrölt fyrir vinnuna
EN jæja nóg um það, ný vika að hefjast og best að vinda sér í vorverkin í garðinum og þrífa bílinn, þetta þrífur sig ekki sjálft!



Tuesday, April 8, 2014

Þrjóskan fleytir mér áfram næstu vikurnar

Eftir fitumælingu síðustu viku hef ég verið á algjörum bömmer og þurfti að líta aðeins í eigin barm því það er víst ekki nóg að æfa eins og brjálæðingur, það skiptir líka máli að borða rétta fæðu!
Auðvitað vissi ég þetta alveg og hef vitað í mörg ár en ég hef tekið mig algjörlega í gegn, fékk mér ekki einu sinni nammi um helgina og mun fara varlega í sætindi um páskana, því það er keppni í Þitt Form og frúin fer in it to win it!! En ekki hvað!

Núna bíð ég óþolinmóð eftir að fyrirlestur dagsins detti inn en það er frekar pínlegt þegar upptökurnar koma ekki strax inn þegar maður er búinn að skipuleggja daginn í kringum þær.
Námskeið fyrir vinnuna byrjaði í gær og mun ég vera á því til 1.maí, verkfall háskólakennara er staðreynd ef það verður ekki samið og ég viðurkenni það alveg að það er risaSTÓR kvíðahnútur í maganum vegna þess.

Ég tók síðustu æfingaviku með sannkölluðu trompi ásamt því að endurskoða mataræðið og hér er æfingavikan mín:

Metabolic: 4x
Þitt form: 3x
Foam Flex: 1x
Hot Yoga: 1x
Spinning: 1x

Samtals 10 æfingar.

Hlaupafélagarnir í glampandi sól


Í dag er þriðjudagur og ég er strax búin með 4 æfingar í þessari viku en við Marri skelltum okkur út að hlaupa á meðan sólin var ekki á bakvið skýin og það var ansi ljúft.

Nóg að gera og sannkallað líf og fjör, það er ekki slæmt að búa í Exel skjali þegar svona álagstímar banka uppá hjá manni.

Sunday, April 6, 2014

Ljúffengar eggja og bananapönnukökur á sunnudagsmorgni


Einu sinni í viku er gott að breyta um morgunmat og það gerði ég einmitt í morgun, hafragrauturinn fékk frí og í staðinn ákvað ég að gera ótrúlega einfaldar en mjög lúffengar pönnukökur.
Ég hef margoft reynt að gera þessar pönnukökur og þær hafa alltaf migheppnast hjá mér-þar til nú.
Galdurinn er kókoshnetuolía, holl og góð olía stútfull af gleði sem smyr og bætir kroppinn að innan.


Innihald:

2 egg

1 banani-þroskaður

Jarðaber

Bláber

Kókoshnetuolía-til steikingar



Ég byrja á því að stappa bananann mjög vel, set eggin síðan í skál og hræri þessu saman eins og enginn sé morgundagurinn með písk, það er mjög mikilvægt að blanda þessu mjög vel saman.


Það er gott að hafa pönnuna vel heita og ég notaði sósuskeið (er það ekki annars) til þess að mæla magnið á pönnuna, ég fékk 9 pönnukökur úr þessari uppskrift. Það þarf smá þolinmæði við þennan bakstur en pönnukökurnar geta átt það til að festast við pönnuna, þess vegna er mikilvægt að setja nóg af olíu á hana og leyfa þeim að bakast í smástund á fyrri hliðinni, þá festast þær síður.




Jarðaber og bláber urðu fyrir valinu sem meðlæti og ég mæli með þessari dásemd í morgunmat fyrir þig og þína. 

Friday, April 4, 2014

Fjandans fituprósentupúkinn!

Partur af programmet á námskeiðinu hjá Freyju er að láta mæla fituprósentuna, ég verð alltaf ógeðslega stressuð fyrir slíkar mælingar því ég kem aldrei vel úr þeim, þó ég sé í kjörþyngd og búin að missa 25 kíló síðan litli stuðboltinn kom í heiminn þá vantar alltaf herslumuninn bara heeeeerslumuninn.

Það eru þessi "barnasvæði" sem hækka mig alltaf upp, mallakúturinn teygist ógurlega á meðgöngu, bingóið kom mér gersamlega í opna skjöldu í dag og þegar hún fitukleip mig á bakinu þá hélt ég að hún ætlaði aldei að hætta að ná að toga skinnið, ok þá fituna út á bakinu WTF!

Ó boy, núna er bara að rífa sig í gang og lyfta þyngra, hef greinilega verið of góð við mig hingað til í ræktinni og tekið of létt á því, Rannsla massi mun því mæta hress og kát þegar bikiní tímabilið byrjar eða rigningartímabilið-miðað við síðasta ár þá er ég ekkert voðalega bjartsýn á sól og römmeblíðu í sumar, verð bara helmössuð í pollagalla úti að leika með drengjunum enda ekki óvön slíkum fatnaði eftir vinnu síðasta sumars.

Helgin nálgast, sem þýðir bara eitt, það er spinning á morgun og Hot Yoga-já ég ætla í báða tímana!


Thursday, April 3, 2014

Nætur/morgungrautur Rönnslunnar

Ég hef alltaf haft tröllatrú á því að morgunmaturinn sé ein mikilvægasta máltíð dagsins, góður morgunmatur kemur manni í gírinn fyrir átök dagsins og persónulega finnst mér dagurinn ekki byrja almennilega fyrr en ég er búin að skófla í mig þessum unaðslega chia/hafragraut.





Innihald:

3 msk fínir hafrar (líka hægt að kaupa glúteinfría)

1/2 msk lífrænt kókosmjöl

1 msk hörfræ

1-2 msk Chiafræ

"dass" af NOW vanilludropum

Kanill eftir smekk

Þegar þetta er allt komið í krukku þá set ég vatn út í hana og hef vatnið sirka 2-4 cm yfir þurrefnunum því allt þurrefnið á eftir að sjúga í sig vökvann á meðan grauturinn er í ísskápnum yfir nótt.



Þegar ég kem heim úr Metabolic um 7 leytið er voða gott að grípa krukkuna inn í ísskáp, setja smá hrísmjólk út í, hræra vel í grautnum. Stappa banana, skera niður jarðaber, hindber, báber eða hvað sem hugurinn girnist.

Persónulega finnst mér ómissandi að setja stappaðan banana út í hann, sérstaklega eftir erfiða æfingu.

Ég vona að þið njótið jafn vel og ég.

Wednesday, April 2, 2014

Salat sem svíkur engan

Það er fátt eins gott og ferskt salat, ég ákvað að elda dýrindis kjúkling í gær, átti nóg af fersku og góðu grænmeti í ísskápnum og skellti í leiðinni hollu og góðu salati í skál.

Innihald:

Klettasalatblanda
Spínat (skar það aðeins)
Gul Paprika
Konfekttómatar
Agúrka
Avocado
Ólívuolía
Salt
Pipar

Ég setti ég salt og pipar yfir salatið og ólivuolían fer yfir þegar salatið er komið í skálina og allt er klárt.



Ofureinfalt og súperhollt salat en magnið af hverju fer bara eftir smekk.

Njótið.