Friday, January 16, 2015

Að klippa eða ekki klippa?

Ég dett reglulega í klippigírinn. Er þó ekki að meina að klippa aðra, þrátt fyrir að vera hársnyrtisveinn. Nei mitt hár, fæ gjarnan "leið" á hárinu mínu en ég er allt í einu komin með hár niður fyrir axlir og er alltaf með hárið í snúð. Nenni ekki að blása það eða slétta nema örfáa daga í viku og það er orðið pínu slitið og já ég er með fíííííínt hár! Ohh ég gæti stundum bilast á því að vera með svona ógeðslega fínt hár, langar oft að grenja!

Nýjasta nýtt er skálaklipping, þið vitið eins og Jim Carrey var með í Dumb and Dumber, kræst, þessi klipping fer ekki úr huga mínum og er búin að vera föst í huga mínum í nokkra mánuði. Ég er samt nokkuð viss um að ég muni líta út eins og Óli eða Siggi bróðir þegar þeir fermdust ef ég klippi mig þannig! Er ekki beint sú kvenlegasta í bransanum og sú klipping þýðir þvott, blástur og sléttun á hverjum morgni ef ég ætla ekki að vera með húfu á höfðinu en þá fyrst yrði ég eins og karlmaður því það kæmi ekkert hár undan húfunni. Mig langar reyndar líka í þungan topp en það þýðir að helmingurinn af hárinu mínu færi í toppinn og þá eru kannski tíu strá eftir í rest......

Ohhhhh ég veit ekkert hvað ég á að gera en næst þegar ég lita á mér hárið ætla ég að vera með dekkri gráan tón, gamla gamla. Sit núna útþemd eftir pítsuát og sterkar djúpur og pæli í hárinu mínu, nammidagur tvo daga í röð! Eins gott að það er pallatími á morgun......

Hér að neðan eru nokkrar hárhugmyndir sem ég var að gúggla og skoða á Pinterest

Semi pottaklipping

Töff litur

Æðislegur blástur, gæti alveg lagt meiri metnað í hárið á morgnana og blásið mig og sléttað eins og á þessari mynd

Svona toppaskipting er líka smart, þetta get ég líka gert núna

Sjabbí toppur er krúttaður

Krullur og djúp skipting, ótrúlega flott

Önnur semi pottaklipping

Liturinn ó fallegi liturinn

Dásamleger krullur

Ótrúlega smart klipping! Langar í þessa núna...

Þessi skvísa er með fínt hár eins og ég, gæti kannski púllað þessa. Hæ Rannvar!

Aðeins of töff klipping!

Þessi er líka allt í lagi


No comments:

Post a Comment