Jú ok þetta er reyndar pínu vesen þar sem að ég aflita rótina á mér fyrst, sá hálftími er eins og fimm tímar að líða, reyni alltaf að hafa eitthvað verkefni til að leysa eða vesenast hérna heimafyrir þegar ég aflita mig, kláðinn ó kláðinn!!
Það hefur alveg tekið sinn tíma að þróa þennan lit en þegar við uppgötvuðum að ég þyrfti að aflita rótina fyrst þá opnaðist nýr heimur! Liturinn verður alltaf sjúklega flottur og ég er alltaf að færa mig meira og meira í lit sem er með dýpri gráum tón, það líkar mér sko ekki illa.
Núna er ég reyndar að safna hári, ég er svo gauraleg með stutt hár og ég næ því loksins í tagl, snúð og fleira stöff þannig að ef ég á "bad hair day" þá vippa ég lubbanum (ok nokkru stráunum) beint í tagl eða snúð og málið er dautt.
Hér að neðan eru nokkrar myndir af gráa hárinu mínu og aðrar myndir af gráum, platinum, fjólulitum, sjúklega smart og töff. Ég veit samt ekki alveg hvað er að gerast með svipina á mér á "selfie" myndunum, er ómáluð og æji fokkit þetta er bara allt í góðu..........
Ekki hræðast nýjungar, farðu aðeins út fyrir rammann, það er svo gaman að vera ekki alveg eins og allir hinir!
No comments:
Post a Comment