Ég ropaði út úr mér í miðjum klíðum við tiltekt hjá þeim eldri að við þyrftum nú kannski bara að að fara að kaupa plastdunka sem pössuðu undir rúmið hans, minn maður greip þá hugmynd strax, spurði mig hvað slíkt fengist og stakk síðan upp á Ikea ferð. Ekki neitaði Ikea fíkillinn því.
Eiginmaðurinn heyrði í mér rétt fyrir brottför og hafði miklar áhyggjur af því að engin bremsa væri með í för en elskan mín þegar Stebbi stuð er með í för gefst lítill tími til að gera neitt annað en það sem ákveðið var, því voru keyptir tveir plastdunkar ásamt sprittkertum sem eru lífsnauðsynleg, ég gleymdi reyndar að kaupa pítsuhníf/skera en það var líka tilgangur ferðarinnar, ég man það kannski næst ef ég fer ein í kaupstaðarferð, jú eða með bremsuna (Gumma) með mér.
Mataræðið er á blússandi siglingu, er á meðan er segi ég nú bara. Ég bíð eftir að kúlan springi, gerist yfirleitt á þriðju viku eða svo en ætla ekki að láta það gerast núna. Ég skrái mitt samviskusamlega inn á My Fitness Pal og allt gengur vel þar. Vaknaði með svakalegar harðsperrur eftir nostalgíu pallatíma í gær, vá hvað var gaman!
Ég ákvað að prufa blómkálspítsu í kvöldmatinn og nammi namm sú var góð, ég setti rauðlauk, græn epli, fetaost og klettasalatblöndu á hana og hefði alveg getað borðað hana alla en allt er gott í hófi og afgangurinn verður í hádegismat á morgun, ég mæli með því að þið prufið svona pítsu, mér fannst hún allavega góð og lítið mál að búa hana til en ég hef miklað þennan bakstur fyrir mér í marga maaaaarga mánuði en ætla að hafa hana reglulega í matinn núna, hollt og gott stöff hér á ferð.
En hvernig er það, getur fólk hætt að segja "gúrm" eða "gúrme"?? Eða fer þetta bara í taugarnar á mér? Jæja ætla að vippa mér í BA lærdóm...
Knús í hús xo
No comments:
Post a Comment