En aftur að appinu, samstarfskona mín spurði mig um daginn hvort ég kannaðist við þetta app og þá útskýrði ég fyrir henni að mér hefði fundist þetta vera allt of flókið og að ég hefði ekki nennt að reikna og sitja sveitt yfir einhverjum útreikningum. En þá sýndi hún mér hreina snilld......það er hægt að skanna strikamerkið af því sem þú ert að borða og voila kaloríur og innihaldslýsingin kemur í ljós! Þarna opnaðist glænýr heimur fyrir mér en viðurkenni það fúslega að í dag er fyrsti dagurinn sem ég hef nennuna til að fylgjast með því sem ég er að borða enda er laugardagur, ekkert ys og þys eða þeytingur út um allt, bara hyggeligheit.
Til að byrja með skráir þú þyngd, hæð, aldur, kyn og fleira og tekur fram hversu aktív/aktívur þú ert og setur þér markmið hvaða árangri þú vilt ná eða hvort þú vilt þyngjast, léttast eða bara fylgjast með kaloríuinntöku dagsins. Ó hvað mér finnst þetta obboðslega sniðugt en ég fór í hörku old fashion nostalgíu pallatíma í morgun með mikilli brennslu og á því nokkrar kaloríur inni, kóýkveld í kvöld með snakki og dýfu, Yum, Yum.
Ætla að leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála á næstu dögum.
Knús í hús xo.
No comments:
Post a Comment