Monday, December 30, 2013

Þegar strákastelpan varð Pjattrófa!

Rannveig og Fjölnir-þarna var haldið að ég væri strákur!


Þeir sem hafa þekkt mig í 20+ ár vita að frú Rannveig hefur ekki alltaf verið sú kvenlegasta í hópnum og á mínum unglingsárum var jafnvel haldið að ég væri drengur-já ég lýg ekki!

Með spangir-ekkert bros og ADIDAS gallinn.


Þegar ég spyr múttuna mína að því hvers vegna í déskollanum ég var alltaf með "Prins Valíant" klippingu þá er svarið einfaldlega; "þú vildir vera svona". Fjandi hlýt ég að hafa verið frek (og er enn) sem barn til að leyfa mér að komast upp með það að vera með þessa fjandans klippingu!


Fermingardagurinn og ADIDAS gallinn!


Aldrei náði hárið niður fyrir axlir, þvertoppur og smartheit, rétt lufsaðist til að safna rétt fyrir neðan axlir fyrir fermingu en var ekki lengi að smella í stutta klippingu og strípur eftir það, mömmu minni til "mikillar" gleði, ég hélt að hún myndi myrða mig! Ok kannski ekki myrða mig en hún var allavega ekki ánægð með þessa ákvörðun mína.


Adidas buxur og strákaklipping.



Adidas gallarnir komu sterkir inn þegar ég var á mínum yngri árum, gallabuxur komu ekki til skjalanna fyrr en í tíunda bekk og að farða mig var nú algjörlega af og frá, ég kunni ekki að setja almennilega á mig maskara fyrr en fyrir sirka sex árum síðan og núna lýg ég ekki!


Denim on denim! WTF!


Hver ástæðan fyrir þessu, casual/stráka/ógetnaðarlega útliti mínu get ég ekki útskýrt, held að þægindin hafi haft yfirhöndina þegar kom að því að velja klippingu, fatnað eða eitthvað annað. Ég var afar heppin með húð á mínum unglingsárum og þurfti því engan farða en fór þó reglulega í plokkun og litum -TAKK mamma, það er henni að þakka að ég gekk ekki út um allan bæ með unibrow! Það hefði toppað allt í ofanálag.....
Anorakkurinn var mikið notaður.


Ég fór ekki að farða mig daglega (eða svo til) fyrr en fyrir um fimm árum síðan og núna kann ég flest trixin í bókinni þökk sé því að vera Pjattrófa, ég ELSKA allskonar krem, skrúbba, VARALITI, maskara, meik, BB krem og allt og ekkert sem tengist förðun eða öðru bjútítengdu.
Með spangir, á nýju hjóli, íþróttagallinn og AIR MAX skórnir, hörku combó!


Svei mér þá ef batnandi fólki er ekki best að lifa, frúin sem var einu sinni í flugi að labba á ganginum og flugfreyjan kallaði strák hefur komist til vits og ára sinna, málar sig, litar hárið sitt í flestum regnbogans litum, hreyfir kroppinn reglulega og finnst hún stundum fríking fabúlöss!
Já þetta er ég-krúttkrakkinn sjálfur!


Rannveig verður þrítug á næsta ári og er frúin í smá krísu yfir því, ekki veit ég hvers vegna en ég fór að taka flashback í huganum hvernig ég hefði verið í gegnum tíðina og langaði að deila því með ykkur einfaldlega því mér finnst ég flottari núna en þegar ég var tvítug, hugsanlega er það vegna þroska og meira vits í kollinum (eða ég vona það að minnsta kosti) og ég vona að þið njótið að skoða fegurðina sem bjó í mér þegar ég var yngri, get sem betur fer hlegið að þessu öllu saman í dag!


Töffari, nei ég meina gella!!


Gleðilegt ár elskurnar mínar og takk fyrir allt gamalt og gott!


Wednesday, December 18, 2013

Mamma, Makkarónur og ég

Þeir sem þekkja mig vita að mér finnst fátt betra en að baka, ég róast við bakstur (halló halló) og ef ég fæ góðan tíma til að dunda mér við það sem ég er að gera þá get ég verið allan daginn í eldhúsinu.


Mömmu langaði að sjá hvernig Makkarónubakstur færi fram og þar sem að ég er orðin semi "pro" í þeim bakstri sagði ég henni að skella sér til mín með Kitchenaid vélina sína svo við gætum hrært krem í einni og Makkarónudeigið í hinni (eggjahvíta sjáiði til, hún má ekki fá smjörkremsfitu á sig). 



Við vorum ekki lengi að henda í þrjár sortir af Makkarónum, þær gulu eru með sítrónusmjörkremi, brúnu með karamellufyllingu og þær jóla-grænu eru með dökku súkkulaði!




                                                       Slef, ekki satt?

Monday, December 16, 2013

Snyrtivörurnar skipulagðar

Ég er snyrtivörufrík! Eiginlega hættulega mikið frík, kannski er það ágætt að ég eigi bara tvo stráka þar sem að ég er ansi hrædd um að ég gæti nuddað þessari "fíkn" minni á litla stelpu, já þessir tveir molar duga en Stebba stuð fannst nú alls ekki slæmt að fá naglalakk og kyssa mömmu sín til að fá varalit, ó þessi elska!

Þegar maður á svona hrikalega mikið af snyrtivörum þá er lífsnauðsynlegt að skipuleggja þær vel, eða með öðrum orðum setja þær í fallegar hirslur og flokka, já FLOKKA ég er meyja, slæm meyja sem er með OCD á háu stigi og vil helst lifa í exel skjali.



Ég er lengi búin að leita af réttu hirslunni, kössunum eða einhverju til að setja snyrtivörurnar mínar í og þegar ég og mamma kíktum í Söstrene Grene í síðustu viku fann ég alveg hrikalega fallega kassa sem voru alls ekki dýrir. Það var splæst í fjögur stykki í þremur mismunandi stærðum og brunað heim til að komast í skipulagsgírinn.



Eins og þið sjáið á myndunum þá er ég örugglega með fallegustu baðherbergisflísarnar á landinu en ég bíð spennt eftir því að geta tekið baðherbergið mitt í gegn og fá almennilegt skápapláss fyrir snyrtivörurnar mínar en ástæðan fyrir kössunum er einfaldlega plássleysi og ég vil hafa snyrtivörurnar mínar inn á baðherbergi þar sem að ég get gripið í þær og notað stóra spegilinn minn til að farða mig.



Förðunarburstarnir eru orðnir mínir, smá lokapróf/verkefnaskila/jólagjöf handa sjálfri mér (jiminn eini), mun fjalla um þá seinna en þetta eru BESTU burstar sem ég hef nokkurn tímann prufað að farða mig með!
 Kertastjakinn sem þeir eru í voru gjöf frá Stellu tengdamömmu, krukkan undir eyrnapinnana er frá mömmu og augnskuggapallettan var keypt í Target fyrir slikk.

Kannski að ég leyfi ykkur að gæjast í kassana hér á blogginu við tækifæri, varalitirnir eru svo margir í kössunum að þið eigið eftir að fá flog! En er farin að skrifa á jólakortin, bless í bili.