Monday, March 31, 2014

Ofvirka líkamsræktarrottan!

Ef það er eitthvað sem kemur mér í gott skap þegar mér líður eitthvað illa, er eitthvað pirruð eða vorkenni sjálfri mér alveg ógeðslega mikið fyrir að vera hrikalega slæmur námsmaður og svo framvegis þá er það ræktin.

Þreytt og baugótt en samt mætt í ræktina

Ég er sjálftitluð ræktarrotta en þegar best lætur þá get ég stundað eihverskonar hreyfingu 10x í viku, já það þýðir að ég fer 2x á dag í ræktina suma daga. Margir myndu telja að ég væri klikkuð eða á leiðinni í fitness mót en ég er alls ekki að tala um að ég sé tvo til þrjá tíma í senn í gymminu að flexa lóðum og öskrandi eins og kona í fæðingu.

Hoppandi glöð að komast loksins í ræktina eftir veikindi


Nei nei, róum okkur lömbin góð en hér kemur smá listi með þeirri hreyfingu sem ég stunda í hverri viku:

-Metabolic 4x í viku kl 06:00 á morgnana. Klárlega mitt uppáhald, Helgi Jónas er algjör snillingur og ég er afar þakklát fyrir þessa tíma á morgnana sem keyra mann í gang fyrir átök dagsins.

-Hot Yoga 2-3x í viku, mér finnst nauðsynlegt að komast að minnsta kosti tvisvar sinnum í Hot Yoga á viku til þess að róa mig niður, ég er mjög stressuð týpa að eðlisfari og Jóga hjálpar mér að komast í visst "zone" þar sem ég gleymi stund og stað-mæli með þessu elskurnar.

-Spinning, já S P I N N I N G er eitthvað sem ég elska, ég fer í tíma annað slagið eða þegar ég finn fyrir þeirri óstjórnlegu löngun að taka léttan trylling og missa mig í svita og góðri brennslu.

-Útihlaup. Marri er hlaupafélaginn minn og það er fátt eins gott eins og að hlaupa 6- 10 km með þennan ferfættling, þó honum langi mjög mikið til þess að fella kellu sirka fimm sinnum í hverjum hlaupatúr.

-Nýjasta nýtt er Þitt Form hjá Freyju í Sporthúsinu Reykjanesbæ en ég var svo heppin að vinna sex vikna námskeið það með einu símtali- takk fm 95,7 og Sporthúsið. Ég byrja á eftir og spennan er gersamlega í hámarki!

Spinningsvitinn


Það er ýmislegt annað sem gæti komist á þennan lista en í augnablikinu er þetta sú hreyfing sem ég stunda í augnablikinu en eftir að hafa verið 100 kíló á meðgöngu og 90 kíló eftir fæðingu þá veit ég alveg hvað það er að vera í yfirvigt þó ég muni seint teljast vera einhver bollubumba.
Heitur Jógi í Hot Yoga


En svo er nefnilega málið, það er alveg jafn erfitt að halda sér í góðu formi eins og koma sér í það, það þarf rosalega lítið til þess að maður detti úr formi, veikindi, álag í skólanum eða hrein og bein leti er eitthvað sem hindrar mann á veginum.
Hlaupafélagarnir eftir tæpa 6 km


Ragga Nagli er mitt ídol (já með í) þegar kemur að því að hvetja mig áfram en henni finnst engar afsakanir gildar og þó maður sé að sofna á sófanum þá skal maður bara gjöra svo vel að breyta hugarfarinu, rífa sig á fætur og koma sér af stað!
Fyrri meðgangan mín var mjög erfið en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi


Mun leyfa ykkur að fylgjast með mér á nýju námskeiði en ég er farin að hlakka mikið til og mun vera í sannkölluðu fantaformi eftir sex vikur þegar ég byrja í nýju vinnunni minni.

Sunday, March 9, 2014

Þegar manni finnst allt vera að fara til fjandans!



Þessi skólaönn sem er jafnframt sú síðasta sem ég er í fullum skóla hefur án nokkurs vafa verið sú erfiðasta andlega. Ég veit ekki hvort það er skólaleiði eða vegna þess að endirinn nálgast, gæti líka verið að tveggja mánaða grasekkjulíf hafi eitthvað að segja ásamt endalausum veikindum.

Mér hefur að minnsta kosti fundist ég vera eins og sprungin blaðra alla önnina en núna er um tveir mánuðir eftir og ég get ekki beðið að komast að vinna og hitta fólk í staðinn fyrir að sitja heima með nefið límt fyrir framan tölvuskjáinn. Námslánið klúðraðist líka í bankanum en það er eitnmitt ástæðan fyrir því að Gummi hefur verið mikið á sjó því ekki lifir maður á loftinu með tvö börn, heimili og ekkert námslán! Ohh ég hefði getað farið að grenja-OK ég hágrenjaði, ætlaði að hætta í skólanum og fara að vinna en neibb ég skulda 30 einingar takk fyrir!

Ohhh ekki nóg með það heldur fékk ég skammarlega lágt út úr hlutaprófi á föstudaginn og skammaðist mín svo mikið að ég fór að grenja! Já grátur er ansi fyrirferðamikill í þessu blessaða námi en sem betur fer er ég ekki sú eina sem er alltaf grenjandi á álagstímum því samnenemendadaskvísurnar mínar viðurkenna það einnig að gráta þegar maður er gersamlega að bugast!

Ég er með mjög já MJÖG metnaðarfullt lokaverkefni í huga en eins og staðan er í dag langar mig bara að klára eina sálfræðiáfangann sem ég á eftir og rumpa þessari ritgerð af mér og segja takk og bless við skólann. Ég veit samt að ég á eftir að sakna þessa tíma mikið og það eru forréttindi að geta verið í skóla með tvö börn, eiginmann og heimili og ég ætla að vitna í vinkonu mína og segja; "Þetta er verkefni sem ég tók að mér og ætla mér að klára". Þetta er eitthvað sem  fleytir manni áfram þessa dagana, það er lítið eftir og það þýðir ekki alltaf að vera grenjandi-ég meina það sko!

Ræktin og ég sjálf hef verið í algjöru aukahlutverki þegar álagið er svona mikið, andlitið er þakið bólum vegna álags og streitu en núna skal ég snúa við blaðinu og koma tvíelfd til baka, ég kemst líka loksins aftur í Metabolic á morgnana þar sem að Gummi er kominn í land og mataræðið skal núna tekið í gegn. 

Er einhver áhugi fyrir því að fylgjast með kellu í átt að betra mataræði og hreyfingu?

En jæja nóg um kvart og kvein núna er bara að girða í brók og njóta lífsins-er haggi?
Læt nokkrar Instagram myndir fylgja með en ég er rannveigjonina á Instagram, endilega fylgdu mér.

Þessi fékk bráðaofnæmi um daginn, gulu baunirnar í baunasúpunni voru orsökin.

Smeyk á svip fyrir 90 mín spinning tíma.

Þessi voru spennt fyrir skemmtiferð í höfuðborginni.

Með sætu systrunum Ernu Rún og Berglindi Önnu úti að borða á Rub 23 í skólalotunni fyrir norðan, BESTA Sushi sem ég hef smakkað!

SKólabugun og skólamygla!

Stalst út að borða þrátt fyrir próf daginn eftir #metnaður

Ó elsku sæti Marri minn.

Fyrirlestur hjá Röggu Nagla ó mæ ég ELSKA hana!



Pjattpennarnir og bloggararnir Rannveig og Guðrún Veiga úti að borða saman, eintóm gleði!

Þessi elska hatar myndatökur en gaf þó undan, mikið er nú gott að vera búin að fá hann heim aftur.