Eða konu í mínu tilfelli. Ó jiminn eini það er fátt eins leiðinlegt eins og að vera búin að gera sig svakalega smart og fína, jafnvel nýkomin úr baði/sturtu, ilma eins og rósarengi og þá byrjar ballið! Svitinn byrjar að renna niður handleggina, peysan/bolurinn/kjóllinn orðið rennandi og þá tapar maður smartheitunum, lyftir helst ekki upp höndunum og er í lunta það sem eftir er dagsins.
Svona er saga lífs míns þessa dagana og hefur verið undandarin ár, þetta hefur þó magnast með árunum (kannski aldurinn) en þetta er farið að fara verulega í taugarnar á kellunni sem hleypur um með góðu lyktina allan daginn og spreyjar undir handakrikana til þess að það komi nú alveg örugglega ekki lykt. Þetta er nota bene ekki áreynslusviti, bara bleyta, kynæsandi og uppörvandi bleyta sem gerir lífið "skemmtilegt" eða í mínu tilfelli eilítið blautara........
Vegna þessa vel ég mér helst svartar flíkur að ofan, ég gerði heiðarlega tilraun um daginn að kaupa mér voðalega fallegan kóngabláan bol og var búin að vera í honum í smátíma og hvað gerðist? Jú Johnson var mættur á svæðið í öllu sínu veldi! CRAP, ég var ekkert voðalega hamingjusöm þennan dag og var ekki lengi að flýta mér úr flíkinni þegar ég kom heim og hefur bolurinn hangið inn í fataskáp síðan (þveginn). Stutterma flíkur henta mér einnig ágætlega því þá loftar vel um allt og svitinn minnkar.
Rannslan hefur prufað að vera með sérstaka púða sem voru festir með öryggisnælu undir hendurnar, hvað gerðist? Jú þeir urðu rennandi blautir. Dömu innlegg hafa einnig verið könnuð, þau voru ekki nógu rakadræg, kannski að ég prufi næturbindi næst, það gæti virkað........ Svitastopparar, barnapúður, saltsteinn og ýmislegt annað hafa einnig verið könnuð en viti menn EKKERT virkar.
Að vera í grúbbu sem er bjútí tengd er æðislegt, frúin lagði inn fyrirspurn og hef ég fengið dásamlegar ráðleggingar og reynslusögur, svei mér þá það er komin grúbba fyrir sveittar húsmæður!
Ég held að ég sé komið með lokaniðurstöðu en hún er að splæsa í aðgerð, láta skrúfa fyrir kranann for gúd! Ohh ég sé þannig líf í hyllingum, gangandi um frjáls í gráum bol eða jafnvel ljósum á heitum sumardegi og veifa einhverjum sem ég mæti af lífsins sálar krafti, því jú það er enginn svitablettur lengur undir höndunum!
Ætla að byrja að safna fyrir aðgerðinni NÚNA, þetta verður eitthvað........
No comments:
Post a Comment