Sunday, August 21, 2016

Útlitsdýrkunarheilkennið

Útlitsdýrkun: Samfélagið í hnotskurn. Þú ert ekki maður með mönnum nema að lúkka eða svo segja þeir. 

Gagnrýnisraddirnar eru alls staðar, komdu þér í form, misstu svona mörg kíló fyrir jólin, í kjólinn fyrir jólin og ég veit ekki hvað og hvað.

Nú er ég nýkomin heim frá Krít þar sem ég átti yndislega tíu daga með fjölskyldunni og mínar helstu áhyggjur áður en ég fór út voru þær að ég væri nú ekki bikiníhæf, ég er í kjörþyngd og ég er heilbrigð (tja að vissu leyti, er stundum talin nett klikkuð en það er önnur saga). Og já þetta voru mínar helstu áhyggjur að ég væri nú ekki hæf á sudlaugarbakkann því að maginn minn væri svona, rassinn hinsegin, lærin smellast saman og ég veit ekki hvað og hvað. 

Hvað er að klikka hjá manni? Af hverju getur maður ekki verið sáttur við það sem maður hefur? Ungt fólk í dag þorir orðið ekki að birta mynd af sér á samfélagsmiðlum því það er hrætt um það að fá ekki nógu mörg "like" á myndina, eins og að þumlarnir skilgreini hvernig þú ert, sama hvernig myndin er!

Ég naut mín í botn á Krít, borðaði góðan mat, drakk bjór, hvítt, rósavín, breezer og var bara slétt sama hvað ég var að borða, hugsanir mínar um maga, rass og læri hurfu eins og dögg fyrir sólu á örskotstundu því ég ákvað að njóta án þess að spá í útlitið, ég hreinlega nennti ekki að vera í einhverjum feluleik eða stressi með það sem ég hef enda eru Krítverjar súper sallý og rólegir og þetta er yndislegasti staður sem ég hef farið í sólarlandaferð. Hafði reyndar pínu áhyggjur af því að ég væri ekki nógu "tönuð" en kjellan er með nett brons eins og eiginmaðurinn orðar það.

Þegar ég komst á netið þar sem að Wi-fi-ið var ekki það hraðasta í heiminum, bara sallý eins og innfæddir þá kom hún Kim vinkona mín nokkur Kardashian ansi oft upp á skjáinn í gegnum Facebook því hún lúkkar nú orðið ansi vel samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs "þrátt fyrir" að eiga tvö börn. Hvernig fer hún að þessu? Jú laser aðgerðir, einkaþjálfari, einkakokkur og svo framvegis, kjellan á sand af seðlum til þess að gera sig og græja. 

Ég er farin að hrista höfuðið yfir þessu öllu saman, djöfull get ég orðið þreytt á þessu, ef manni líður vel í eigin skinni, af hverju má maður það ekki bara í friði? Við fengum þennan eina líkama sem við eigum og það er okkar hlutverk að fara vel með hann. Útlitsdýrkun er gersamlega að fara með samfélagið ásamt dómhörku, við dæmum vinstri hægri án þess að spá neitt í því, teljum okkur bara hafa nokkuð mikinn rétt til þess að dæma aðra án þess að vita neitt um þeirra hagi eða baráttu.

Ég fékk þó svolítið samviskubit yfir því að hafa dottið aðeins af Vegan vagninum úti en er byrjuð að Vegan væða mig aftur, mér líður einfaldlega bara betur þannig- ekki dæma, ég er ekki að dæma þig út af því sem þú ert að gera, munum það, allir eru að berjast við sína innri djöfla og reyna bara að synda með straumnum dag frá degi án þess að bugast.

Þú getur fylgst með mér á Snapchat: rannveigjonina




No comments:

Post a Comment