Sunday, May 4, 2014

Svo sannarlega ekki gefandi tími

Undanfarnar vikur og daga hefur lífið bara rúllað áfram, hvernig er ég ekki alveg viss þar sem að ég er ekki alveg með fúlle fem og nefið er límt við skólaefnið sem er alls ekki svo spennandi.

Ég hef ekki verið eiginkona, mamma, dóttir, vinkona né neitt annað líður eiginlega eins og ég sé bara "það" sem er ekkert nema lærdómurinn. Ég held að flestir sem hafa verið í prófum eða öðru slíku geti alveg tengt við þessa tilfinningu, maður missir alveg kontaktinn við það sem er að gerast í kringum mann og eina sem kemst að er að ná, læra, kunna og vera með metnað, já metnaðurinn fellur fjandi mikið þegar það styttist í síðasta prófdag.

Ohh hvað er ég að kvarta, ætti svo sem að vera þakklát fyrir það að hafa tækifæri til þess að mennta mig og búa í landi þar sem að konur eru mikils metnar og bla bla bla en svei mér þá ég ætla bara alveg að leyfa mér að væla smá þar sem að ég hef ekki átt almennilega stund með mínum manni og börnunum mínum undanfarið því ég er alltaf að læra, á námskeiði eða hreinlega bara örmagna, uppgefin og steinsofnuð eldsnemma þar sem að orkan er horfin, sagði bara bless, þetta er stress!

4 dagar eftir og jiminn eini ég get ekki beðið eftir því að njóta þess að vera Rannveig en ekki "það.

Mömmu fannst ég vera baugótt um daginn en baugarnir ná nánast inn í hauskúpu núna, indælt og ég þakkaði þessari elsku pent fyrir það (þeir sem þekkja mig skynja kaldhæðnina) en elsku mamma meinar vel og hefur áhyggjur af litlu stelpunni sinni sem er ennþá bara tuttuguogeitthvað!

Kveð í bili, sjáumst hress eftir nokkra daga, núna mun ég mastera hagfræðina upp á tíu, tja allavega fimm-já einmitt #metnaður!