Monday, January 5, 2015

Algjört ÓHÓF!

Já halló halló, nú er víst jólafríið búið en klukkan er rétt yfir 18:00 og ég er að sofna, steinsofna og þarf að hafa mig alla við að sofna ekki með andlitið á lyklaborðinu!

Ég og matur síðan 19.desember.....

Reif mig upp úr sófanum til að ég myndi ekki sofna þar en Stefán stuðbolti rotaðist rétt eftir kl.fimm, sé fram á gleðikvöld hér á bæ ef hann rumskar bráðlega, honum fannst það reyndar agalega sniðugt að vekja ig klukkan fimm í nótt en ég náði að sannfæra hann að það væri ennþá nótt og minn maður sofnaði (ekki fljótt þó) aftur og mamman vaknaði öll lurkum lamin eftir að hafa varla sofið dúr vegna fjörfisks í auganu og hræðslu um að ég myndi sofa yfir mig, náði ekki almennilegum svefni og var alltaf að vakna, kannski er það ástæðan fyrir því að ég berst núna við að halda augunum opnum.

Matargatið ég getur ekki hamið sig eftir jólaátið, jiminn eini hvað var gott að borða, njóta og slaka á allt jólafríið en núna þarf maður að fara að girða sig í brók og hugsa betur um sig, sykurátið var ekki að gera góða hluti, já ég sagði S Y K U R átið, Rannslan gat ekki hætt að borða sykur en stuttu eftir að ég ákvað að hætta að borða hann þá varð ég fárveik, ónæmiskerfið hló bara að mér og hélt að ég væri endanlega að klikkast, endaði með lungnabólgu og vesen og er nýbúin að jafna mig almennilega á því þannig að ég hreyfði mig ekkert í desember á meðan að sjóarinn síkáti var heima.

Það er ekkert smá mikið stuð hjá þeim!!


Ég er þó komin á námskeið sem samanstendur af pöllum og lóðum sem er 2x í viku, það er þó eitthvað. Þarf að vera duglegri að nota Fitnessblender síðuna og hreyfa mig eftir vinnu með aðstoð hennar, snilldar síða með fullt af góðum og skemmtilegum æfingum með mismunandi erfiðleikastig.

Rannslan á morgun? Veit þó ekki alveg með dressið.....


Þrátt fyrir að maður hreyfi sig skiptir mataræðið öllu máli, ohhhh það er bara svo gott að borða en þó í hófi og fjölbreytt og og og það má alveg borða smá sykur með, ekki þó of mikið-bara gæta hófs, þarf að detta í þann gír aftur eftir fjandi langt hlé.

Samhæfingin, hún skiptir höfuðmáli!


ÉG held að það vaxi food baby innan í mér, ekki þó alvöru barn, nei nei engan asa, sá tími er liðinn. Það er búið að loka barnamaskínu Rönnslunnar.
Vonandi mun ég geta andað fyrir harðsperrum á miðvikudaginn en fyrsti palla/lóða tíminn er á morgun, hóle móle hvað ég hlakka til!

Knús í hús.

No comments:

Post a Comment