Við myndum samfélagið, við erum þau sem mótum hvort annað, við sitjum við eldhúsborðið og smjöttum okkar á milli að Gunna Jóns sé búin að bæta aðeins á sig eða er svona og hinsegin. Við erum líka einstaklingar, höfum sál, okkar líkama og eigum rétt á því að vera eins og við erum.
Þetta er að minnsta kosti það sem ég er að reyna að innræta hjá mínum nemendum, litlum elskum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum stóra heimi sem fyrstu bekkingar. Við getum gert svo mikið til þess að gera hlutina fallegri, betri og skemmtilegri.
Er með sting í hjartanu eftir að hafa horft á Kastljósið og séð viðtalið við hana Heiðu, gullfalleg kona í blóma lífsins sem vildi líta sem best út, því grannar konur eru konur á framabraut, lúkkið er allt. Lúkkið er ekki allt þegar hjartað stoppar og heimurinn þinn og fjölskyldu þinnar stoppar.
Fögnum fjölbreytileikanum, heimurinn væri ekki samur án hans. Við eigum öll rétt á því að vera við sjálf, tala á vigt eða fituprósenta skiptir ekki máli.
No comments:
Post a Comment