Ég sit hér slefandi í sófanum með tölvuskjáinn fyrir framan mig vegna þess að ég var að skoða nýju sendingarnar frá Vila og Vero Moda á Facebook. Það er eiginlega stórhættulegt að vera með þessar síður á Fésinu þar sem að ég fæ alltaf hland fyrir hjartað þegar ég sé myndirnar frá þeim og langar helst að kaupa sirka 70% af því sem ég skoða.
Ég sæki það nú ekki að elska föt í sjötta lið en við mamma eigum það sameiginlegt að finnast dásamlegt að finna okkur fallegar flíkur, reyndar deilum við líka skófíkninni en það er annar kapítuli út af fyrir sig. Ég hef sagt frá því áður að ég hef gert mér sérferð (eða gert ferð úr því) að kaupa mér eitthvað því ég sé mynd af því á Facebook.
Ætli að ég búi mér til ferð í vikunni? Nei fjandinn Gumminn sér strax í gegnum það og æji já ég er víst að safna fyrir Æfón seksý!
Hér að neðan má sjá þær flíkur sem ég þrái, algjörlega ÞRÁI í augnablikinu, ó mig auma...........
 |
Ég elska þægilega kjóla, þessi er sjúklega kósý og hyggelig |
 |
Samfestingur, já Rannslan elskar svoleiðis stöff. Smart litur líka |
 |
Rúllukragakósýkjóll, nammi namm! |
 |
Guð minn góður, eigum við að ræða þessi smartheit eða? |
 |
Þessi litur! |
 |
Dásamleg golla, á svona dökkbláa, svona grá er ekki síðri |
 |
Það er eitthvað við þennan |
 |
Klútur getur gert svo mikið fyrir mann |
 |
Jiminn eini, þessi er of flottur, öskrar á mig! |
 |
Þessar buxur........ |
 |
GUÐ MINN GÓÐUR! Þessi kápa sko! |
 |
Ekki síðri í dökkbláu! |
No comments:
Post a Comment