Ég hef sagt frá því áður og þessi gír vill oft kikka inn þegar grasekkjumánuðurinn á sér stað, Rannslan er hin týpíska meyja sem vil hafa allt á hreinu og svei mér þá ef það er ekki bara allt á hreinu hjá mér flesta daga. Nema þá daga sem allt er á hvolfi, í hausnum á mér.
Ég steig á vigt um daginn, hvernig mér datt það í hug hef ég ekki hugmynd um enda ekki stigið á vigt í laaaaaangan tíma en hey, hvers vegna ekki! Hefði betur látið það ógert þar sem að hausinn fór á fullt, hvað er ég að gera/ekki gera, bla bla bla bla bla!
Hvað er síðan málið með gelluna sem er undirfatamódel komin átta mánuði á leið og lítur út eins og ég þegar ég var í mínu besta formi-C R A P hugsaði ég, djöfulsins ofurkona!
Ég á tvo kröftuga orkubolta sem krefjast mikillar þolinmæði ásamt dassi af mömmuást, knúsum og aga, ég held þessu í góðu jafnvægi (held ég) en við eigum öll okkar daga þar sem að bensínið er búið og þegar maður hefur ekki átt eina stund með sjálfri sér og farið bara að sofa þegar drengirnir fara að sofa þá líður ekki á löngu að manni líður eins og tusku sem er búið að vinda þar til að ekkert ef eftir. Ég lá upp í rúmi um daginn og hristi bara hausinn yfir sjálfri mér því á einhverjum tímapunkti fór ég að spá í því hvort ég væri alveg glötuð sem uppalandi, sökkaði sem mamma!!
Elsku pabbi er á batavegi, hægum en góðum, svona akkúrat eins og allt á að vera eftir svona aðgerð. Vissulega var það sjokk þegar fréttirnar bárust að Daddy cool væri á leiðinni í svona stóra aðgerð og það gerðist allt í einum hvelli, sjúkrabíll, hjartaþræðing, hjáveituaðgerð og BÚMM, kallinn kominn heim og ekki fleiri ferðir í bili á Reykjanesbrautinni. Við erum öll ennþá að reyna að átta okkur á því að hann hafi farið í þessa aðgerð en jiminn eini hvað ég er þakklát og hamingjusöm að hann er hérna ennþá en samkvæmt lækninum sem skar hann upp mátti hann eiginlega ekki vera lengur í "umferð" eins og hann orðaði það enda var aðalæðin orðin 95% stífluð.
Það sést alltaf á andlitinu á mér þegar það er álag og stress á kjellu, núna er ættarmót, jafnvel með nokkrum ættliðum, ohhh hver elskar ekki svoleiðis daga, ljótan á háu stigi með rotturót í hárinu, útþaninn mallakút og allar græjur........Ritgerðin mín er líka á smá hold, ætla að finna nýtt efni til að skrifa um og skrifa hana í sumar, það bætir líka á stressfaktorinn- að vita nákvæmlega ekkert um hvað maður ætlar að skrifa, skál fyrir því!
En vil ég vera fullkomin, með lága tölu á vigtinni, með allt fullkomið í uppeldinu og allt á hreinu alla daga. Nei svo sannarlega ekki, lífið er í öllum heimsins litum og fjölbreytilegt, maður þarf bara stundum að minna sig á það hvað lífið er gott og þakka fyrir það sem maður hefur, svo ég tali nú ekki um heilsuna, tu tu fyrir henni, það er ekki sjálfgefið að hafa hana í toppformi, ó nei svo sannarlega ekki.
No comments:
Post a Comment