Ég ákvað í sakleysi mínu að leggja fram spurningu inn á Beautytips hóp sem ég er inn á á Facebook, sú síða er reyndar ætluð konum á aldrinum 25 ára og uppúr. Spurningin var óttalega kurteisilega borin fram og það var ekkert nema forvitnin sem varð til þess að ég lagði hana fram.
Hér er myndin umrædda eða "skjáskotið" sem ég tók af Facebook síðu Ultratone Reykjanesbæ til að forvitnast um það hvort að einhver stúlka/kona hefði prufað svona meðferð, ekki var ég að biðja um neitt annað álit eða önnur svör, bara já/nei, virkar/virkar ekki og svo framvegis.
Fannst ferlega fyndið þegar ein túlkaði þetta sem sjálfsniðurrif, ég átti nú að gjöra svo vel að koma mér í bíó eða fá mér ís!! K R Æ S T! Svona lið, sumir fá held ég hreinlega út úr því að vera með derring og annað á netinu. Sakleysisleg spurning var sett (að hennar mati) fram sem sjálfsniðurrif og já ég var líka spurð út í það hvort ég héldi virkilega að fita gæti orðið vöðvar!
Æ Karamba! Ég held ég hugsi mig tvisvar sinnum um áður en ég varpa svona "bombu" aftur hjá þessum hóp. Fékk reyndar mjög góð viðbrögð með ofvirku svitakirtlana mína, kannski var það líka sjálfsniðurrif? Veit ekki....er nokkuð svitafýla af mér?
No comments:
Post a Comment