Friday, February 6, 2015

Blómakotið hennar Guggu

Hún Gugga í Blómakoti er ekki bara mamma besta vinar hans Gumma míns heldur ótrúlegur fagurkeri sem á litla, krúttlega blómabúð sem heitir Blómakot. Grindvíkingar eru svo sannarlega heppnir að hafa gimstein eins og kotið í sínum heimabæ.

Ég er mjög áhrifagjörn bara svo að það sé á hreinu, ég gerði ferð úr því að kaupa mér kjól í Vila í gær BARA af því að ég sá hann á Facebook-kræst! Það sama var upp á teningnum í dag. Gugga setti inn myndir á Facebook síðu Blómakots í gær og það lá við að ég missti svefn því ég var svo spennt að kíkja í kotið miðað við myndirnar (reyndar tók ég létta lögn áður en ég fór en það er önnur saga)

Þessi er eiginlega of fallegur með lilluðum túlípana ofan í!


Fallegur röndóttur vasi varð fyrir valinu ásamt Túlípönum, ég er með fetish þegar kemur að þeim og kaupi ég þá gjarnan í öllum regnbogans litum, kem aldrei heim með sama lit af búnti. Heimilið mitt er þakið góðgæti frá Guggu og ég hika ekki við að segja fólki að versla við hana ef því vantar tækifærisgjafir því það er hægt að fá fallegar vörur á undir 1000kr og uppúr.

Ef þig vantar skírnargjöf, fermingargjöf, afmælisgjöf, útskriftargjöf, brúðargjöf eða langar bara að gefa konunni (nú eða kallinum) blóm þá mæli ég með ferð til Guggu, ég lofa að þú verður ekki svikin. Þú finnur Blómakot á Facebook.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá kotinu mínu sem er stútfullt af fallegum hlutum úr kotinu hennar Guggu.

Ég er líka með uglufetish.....

Þessir stjakar eru í hjónaherbergisglugganum okkar



Þessar krukkur komu úr kotinu

Bakkinn og hvíti stjakinn eru frá Guggu

Allt þetta er úr Blómakoti-kertið er Broste

Bakkinn og stjakinn vinstra megin (gjöf frá tengdó) eru frá Blómakoti

Ég er með hjörtu í gluggunum frá Guggu

HOME og vasinn sem ég fékk frá Guggu í brúðargjöf

Fleiri fallegar uglur, fékk stærri frá Gullu minni í afmælisgjöf

No comments:

Post a Comment