Mig langaði líka að reyna að ná fram þessu "natural" lúkki en augabrúnirnar mínar eru ekki á sama máli. Þær eru meira svona "mér er alveg sama hvað þú heldur að þú sért að gera, ég ætla bara að vaxa eins og villt blóm". Málið er nefnilega að augabrúnirnar mínar eru alls ekki samstíga, langt því frá. Einhverntímann las ég í Cosmo eða öðru virtu tímariti að brúnirnar eru systur EKKI tvíburasystur.
![]() |
Hálfsysturnar...... |
Mínar eru hálfsystur takk fyrir!
Önnur vex alveg eins og ég vil hafa þetta, villt og galið og pínu breið, hin er í mótþróa, kannski jafnvel með mótþróaþrjóskuröskun því hún vax, tja eiginlega bara ekki neitt!
Þetta ástand er fagurt, ó mig auma.........ég reyni þó að nota blýant til að fylla í eyðurnar og þykkja aðra en þá er ég komin með dökkar brúnir og þarf að fiffa það til og bla bla bla!!
Kannski að ég fari bara að lita mig aftur og plokka, jafnvel vaxa en ég var samt orðin pínu þreytt á skinkulúkkinu, svo sannarlega first world problem takk fyrir!
![]() |
Frú brilla, frumburðurinn tók þessa mynd af mömmunni, þessi elska. |
Já ég er líka orðin hálfblind, sé ferlega illa án þess að vera með brillurnar á nebbanum og ég get svo svarið það að sjónin er farin að versna, á tíma hjá augnlækni 10.mars, þvílík spenna!!
No comments:
Post a Comment