Hafði heyrt mikið um þetta lakk og séð það hér og þar hjá bloggurum og annarsstaðar en þetta lakk er pínu öðruvísi en önnur lökk þar sem að það er með metalic áferð, það finnst mér gera það svo agalega lekkert svei mér þá.
Ég hef þó ekki verið dugleg að nota þetta lakk enda er erfitt að gramsa í naglalakkaskúffunni minni því það er svo mikið af lökkum í henni og ég gríp stundum næsta lakk sem ég sé. Ég var líka alls ekki ánægð með endinguna á því síðast en það skrapaðist og eiginlega eyddist á núll einni EN núna ákvað ég að prufa að setja Top yfir það og er spennt að sjá hvort það geri gæfumuninn, ef svo verður þá mun ég örugglega ekki taka þetta lakk af nöglunum á næstunni.
Lakkið umrædda heitir Penny Talk og er frá Essie, lakkið fæst þó ekki hér á landi nema að þú sért í Fríhöfninni, en er maður þá ekki löglega kominn til útlanda þegar farseðillinn og passinn er mættur upp í flugstöð? Jú svei mér þá! Ég splæsti í mitt í Target, minni allra uppáhalds búð í USA en ég er nokkuð viss um að það sé hægt að fjárfesta í því í Evrópu.
Mæli með þessu smarta lakki!
No comments:
Post a Comment