Gummi minn er mikill NFL aðdáandi, svo mikill að öll sunnudagskvöld á meðan á tímabilið er (og hann er í landi) eru undirlögð af NFL allan daginn, langt fram eftir nóttu jafnvel, jú tímamismunurinn sko......
Ég bíð alltaf eftir einum viðburði árlega, það er Halftime show, eða sýningin í hálfleik. Það var engin önnur en Katy Perry sem kom, sá og sýndi all svakalegt show! Vá ég er eiginlega orðlaus, söngurinn var glæsilegur, Lenny nokkur Kravitz og Missy Elliot voru líka flott. 90´s gelgjan mín skoppaði inn í mér þegar Missy nokkur steig á svið en ungdómurinn í dag veit víst ekki hver hún er þessi elska, ja hérna hér!
Búningarnir hennar Katy voru sjúkir, hárið og förðunin upp á tíu og það kom mér á óvart hversu oft hún skipti um föt. Ótrúlegt alveg hreint. Ég mæli með því að þú skoðir myndbandið af flutningi Katy hér fyrir neðan.
Góða skemmtun.
No comments:
Post a Comment