Þetta er náttúrulega á jaðrinum við það að vera nett geðbilun og ég er með kaupsýki af verstu gerð í þokkabót, kræst mér er ekki viðbjargandi! Ég ákvað að taka mynd af mér á hverjum morgni til að spá aðeins í því sem ég er í á hverjum degi. Stundum er ég fín en aðra daga er ég mun afslappaðri í fatavalinu en flest fötin mín snúast um þægindi, nema kannski einhver súper fín föt eða svona föt sem ég nota ekki á hverjum degi.
Ætla að leyfa ykkur að sjá vikuna hjá mér en bið ykkur innilega afsökunar á myndatökunni við myndirnar, selfies af verstu gerð, spurning að ráða Friðrik í ljósmyndaradjobb næst þegar ég tek upp á þessu.
Mánudagur:
Hér var ég ekkert búin að pæla í því í hverju ég ætlaði að vera í á sunnudeginum. Þægilegheit urðu því fyrir valinu.
Peysa: H&M-mín allra uppáhalds!
Buxur: Levi´s
Bolur: Levi´s
Skór: Hvítir Air Max.
Þriðudagur:
Hér nennti ég engan veginn að vera í einhverju öðru en ofur þægilegum fötum
Buxur: H&M
Peysa: Palóma
Bolur: Vero Moda
Hálsmen: Forever 21
Já ég er berfætt, mér líður afskaplega vel þannig.
Miðvikudagur:
Já nú er kellan komin í fansý gírinn!
Kjóll: VILA
Peysa: VILA
Sokkabuxur: Oroblu (Palóma)
Fimmtudagur:
Hér er ég í peysu sem ég var búin að gleyma, ég meina það-hvað er að!
Kjóll: VILA
Peysa: Vero Moda
Sokkabuxur: Oroblu (Palóma)
Hálsmenið er með rúnaletri og ég fékk það í fermingargjöf.
Föstudagur:
Kjóll: H&M
Peysa: Forever 21
Sokkabuxur: Oroblu (Palóma)
Hér er seinna dress föstudagsins þegar við hjónin fórum í leikhús og út að borða með vinnunni.
Hlýrabolur: Gallerý 17- Moss
Skyrta: Palóma
Buxur: Palóma
Jakki: Palóma, minn allra allra uppáhalds þessa dagana
Skór: Kaupfélagið minnir mig, er alltaf í þessum skóm þegar ég fer eitthvað spari, elska þá í döðlur!
No comments:
Post a Comment