Tuesday, February 4, 2014

Þegar Inflúensan slær mann gersamlega út af laginu!

Hér á bæ hefur verið sannkallaður Inflúensufaraldur en Stefán Logi byrjaði þriðja aldursár sitt með viku veikindum en hann er líka svo gersamlega uppgefinn eftir fyrstu tvo dagana á leikskólanum eftir veikindin að hann er farinn að biðja um að fara í "lúllið".
Friðrik Franz hefur einnig verið með ljótan hósta og virðist ekki vera að hrista hann úr sér.

Á laugardaginn var ég slegin niður af Inflúensunni svo heiftalega að ég var varla með meðvitund í tvo sólahringa, 40°hiti og svitakóf tóku við næstu 48 tímana. Það er foreldrum og tengdaforeldrum að þakka að börnin voru í góðum gír enda var ég ekki í neinu standi til að sinna þessum elskum.

Fyrir manneskju sem lifir í Exel skjali, sérstaklega á grasekkjumánuðunum þá eru það svona hlutir sem slá mig alveg út af laginu og út úr allri rútínu, skólinn fer í bið, líkamsræktin líka, mataræðið er búið að vera í tómu rugli en ég fékk óumbeðna þriggja daga föstu með þessum veikindum en það þýðir ekkert annað en að spýta í lófana þegar maður hressist og setja í áttunda gír!

Vonandi höfum við öll tekið okkar veikindaskammt út fyrir næstu mánuðina og rútínan og hið daglega líf getur hafið sinn vanagang.
Mælt er með að fólk sé duglegt að þvo hendurnar á þessum árstíma þegar flensan gerir vart við sig, er komin með svo þurrar hendur að ég held að allur handáburður í heiminum geti varla lúbað mig nógu vel upp! 

Svona hefur útitið verið á frúnni undanfarna daga, kannski að ég þvoi hárið á morgun svo það lúkki ekki lengur eins og úfið hreiður.


No comments:

Post a Comment