Halló hollustufríkið ég er mætt enn eina ferðina en í þetta sinn eru það ekki selfies úr gymminu eða neitt slíkt heldur ætla ég að deila með ykkur millimáli sem er að mínu mati hreinn unaður!
Hrikalega einfalt, fljótlegt og gott:
Speltkex frá Himneskri Hollustu með ólífum og Kapers.
1/2 dós kotasæla
Rauð vínber eftir smekk
Vínberin eru skorin niður í 2-4 bita og hrært saman við Kotasæluna, smurt á kexið og Voila klappað og klárt!
Skolist niður með vatni til að vökva kroppinn.
Njótið.
No comments:
Post a Comment