Tuesday, February 11, 2014

Mögulega bestu spelt, Chia, bananapönnukökurnar í heiminum!



Hráefnið tilbúið og uppskriftin klár í tölvunni

Hún Margrét Pjattrófa er snillingur þegar kemur að því að malla eitthvað gúrme í eldhúsinu og mér finnst alls ekkert leiðinlegt að prufa uppskriftirnar hennar.
Þessar pönnukökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég geri þær stundum þegar Friðrik fær gesti í heimsókn og þær slá alltaf í gegn.

Komnar á pönnuna

Uppskriftin er hér en ég er eiginlega hætt að fylgja henni alveg þar sem að ég kann hana nánast orðið utan af því ég hef gert hana svo oft.
Ég hef líka breytt henni aðeins og set 2 egg og kókosmjöl í staðinn fyrir kókosflögur. Ég hef líka aðeins meiri kanil og slumpa Agave sýrópi yfir herlegheitin.
Það er gott að steikja þær upp úr bragðlausri Kókosolíu

Ég mæli með þessum dýrðardásemdar pönnukökum en það er voða gott að setja þær síðan inn í ísskáp (ef það er afgangur) og grípa í þær á kvöldin eða daginn eftir bakstur, þær eru súperhollar og sykurlausar.
Klappað og klárt og Vanilla Snowflake kertið frá Bath and Body Works, mmmmmm!

Verði þér að góðu!

No comments:

Post a Comment