Neikvæðnin er alls ekki að drepa mig þessa dagana en skólageðveikin hefur samt sem áður haldið áfram og ég virðist stundum ekki vita hvert ég er að fara eða hvað ég er að gera því fátt annað kemst að nema skóli, skóli og meiri skóli. Strákarnir eru farnir að kvarta yfir því að mamman sé alltaf að læra en það styttist í heimkomu pabbans sem hefur þá verið í burtu í tæpa tvo mánuði, já grasekkjulífið sko.
Norska fólkið okkar er í heimsókn og að sjálfsögðu troðum við drengirnir okkur í mat til tengdó á hverju kvöldi og í kaffitímum líka, frúnni leiðist ekki að borða og ég er ekki frá því að mittismálið hafi breikkað aðeins undanfarna viku einungis vegna þess að ég er búin að borða kökur, pönnukökur og góðan mat. Mamma bakaði einnig vínarbrauð og snúða í vikunni og ég læðist reglulega til hennar þegar skólinn er að drepa mig og fæ mér heimabakað bakkelsi enda fátt dásamlegra í heiminum en mömmubakstur.
Námslota nálgast óðfluga og niðurtalning fyrir heimkomu Gummalings er formlega hafin, við drengirnir hlökkum mikið til að knúsa þessa elsku. Stebbinn virðist grípa allt sem kallast veikindi þessa dagana en hann er kominn með hita enn eina ferðina og það fór að leka úr hinu eyranu hans í nótt en mamman á ennþá dropa handa honum en vonandi hristir hann þetta úr sér svo mamman verði ekki að drepast úr áhyggjum af barninu fárveiku á meðan hún er á Akureyri.
Hér að neðan getið þið síðan séð hamingjumyndir undanfarna daga.
 |
Frúin var gríðarlega hamingjusöm að komast loksins aftur í ræktina eftir veikindi. |
 |
Þessar elskur gera mömmu sína mjög hamingjusama |
 |
Hoppandi glöð fyrir gymmið |
 |
Þessi elskar ömmupönnukökur |
 |
Hamingjusami námsmaðurinn á leið í dekurdag |
 |
Heimabakaðir kanilsnúðar ala mamma Gumma-dásamlegir! |
 |
Nýklipptir og þreyttir snúðar |
No comments:
Post a Comment