Friday, February 14, 2014

100 hamingjusamir skóladagar

Þá er fyrsta og öðrum degi af 100 lokið (eða degi tvö að ljúka) og ég hef reynt að sjá eða finna hamingju í einhverju þrátt fyrir að vera að drukkna í lærdómi.

Það var einhver hrollur í frúnni í gær og ég gróf upp Swiss Miss pakka og gerði mér heitt kakó til að drekka með glósulestri ásamt því að naglalakka mig með nýju naglalakki úr Gwen Stefani línunni frá OPI, ég er sjúklega skotin í þessari línu og á þrjá liti-ÚPS (takk tax free dagar í Hagkaup).


Guðrún Veiga segir að lífið sé betra með lakkaðar neglur og svei mér þá ef ég er ekki sammála henni!

Dagurinn í dag hefur verið ein heljarinnar rússíbanareið og hefur lærdómur átt hug minn allan. Ég lærði í tæpa 10 tíma í dag, tók eitt próf og vann eitt heimapróf á þessum tíu tímum ásamt því að hlusta á einn fyrirlestur, þar sem að ég sá ekki fram á það að geta hlupið í búð til að kaupa mér að borða fékk ég dásamlegan matarpakka frá Höllu sem bjargaði lífinu mínu í dag.


Eins og sjá má voru glósur og Post it miðar hámóðins í dag, ég klúðraði reyndar prófinu sem ég tók í Keflavík eða allavega einni eða tveimur spurningum og þegar ég uppgötvaði hverju ég svaraði við síðustu spurninguna þegar ég leit á glósurnar heima þá hreinlega brast ég í grát og grenjaði úr mér augun! (lítil hamingja akkúrat þá stundina). Djöfull var ég svekkt, ohh sveiattan-breytti svarinu þrisvar sinnum hjá mér og auðvitað var fyrsta svarið rétt en skrifaði ég það niður, það held ég nú ekki.

Það er nú aldeilis kominn tími á svefn hjá frúnni núna enda Hot Yoga í fyrramálið og síðan ritgerðarvinna eftir það, já það er alltaf nóg að gera og ég verð að finna hamingjuna í skólanum þessa stundina, þýðir ekkert annað.


No comments:

Post a Comment