Ég á það til að vera eilítið hrædd í flugvélum þegar þær taka "fall" en það gerðist í gær þegar ég lenti hér fyrir norðan, vélin féll eilítið niður og frúin öskraði svona pent líka, sökk síðan ofan í sætið, setti hettuna yfir höfuðið og trefilinn fyrir andlitið.
Ég reyndi mikið að kúpla mig út í þessum aðstæðum og hugsaði um eitthvað fallegt á meðan ókyrrðin var í hámarki en svitnaði í staðinn köldum svita og langaði bara að knúsa alla gaurana mína. Gulla mín skemmti sér vel og fannst ég voða fyndin ásamt öllum hinum í vélinni.
Eftir herlegheitin var nauðsynlegt að fá sér hvítvínsglas.....eða tvö.
Námslotan er hafin, nú skal læra!
No comments:
Post a Comment