Ég er nú vanalega ekki einhver sem fylgir svona "fjöldapóstum" eða neinu slíku en 100 dagar af hamingju er eitthvað sem heillar mig, maður á ekkert að vera að springa úr hamingju í 100 daga enda er ég nokkuð viss um að maður þyrfti þónokkrar gleðipillur til þess að láta það ganga, tja eða vera í sólbaði með kokteil í hönd 100 daga í röð á Hawaii, ó ströndin!
Inn á síðunni www.100happydays.com er hægt að skrá sig og það er einmitt það sem neikvæða heimavinnanadi/skólafrúin er búin að gera.
Markmiðið með þessu er ekki að gera alla í kringum þig abbó eða neitt slíkt, þá ertu búin að tapa!
Hér að neðan er setning sem ég tók af síðunni þeirra og ég ætla að pósta einni mynd í 100 daga og sýna ykkur hvað gleður mig og hvað gerir mig hamingjusama!
"It is not a happiness competition or a showing off contest. If you try to please / make others jealous via your pictures - you lose without even starting. Same goes for cheating."
No comments:
Post a Comment