Öll þessi vika hefur farið í svefn, svefn og meiri svefn. Eftir að hafa verið skotin í kaf af Inflúensunni um síðustu helgi kom hósti og kvef eftir að hitinn var farinn og það þýddi bara eitt, S O F A!
Svefn er víst besta meðalið við þessari flensu en maður fær ekkert við henni, engin sýklalyf eða neitt gott stöff sem hjálpar manni við að losna við þennan pestagemling úr kroppnum. Þannig að ég hef farið með strákana í skólana og skriðið aftur í bælið eftir að þeir eru farnir og nánast legið fyrir alla vikuna.
Orkan hefur einnig verið á núllinu, engin matarlyst enda finn ég ekkert bragð og það er ekkert gaman að borða nema að maður finni bragð af matnum sínum-það finnst mér að minnsta kosti.
Fór á kaffihús í dag en stoppaði stutt þar sem að hor og hósti frúarinnar var ekki vinsæll á kaffihúsinu, það nennir enginn að hlusta á mann hósta úr sér lungun eða snýta úr sér nýrunum þegar hann ætlar að setjast niður og slaka á með kaffibollanum.
Þessa helgi er stóra vísindaferðin í skólanum en frúin verður heimavið sem þýðir að ég hef misst af öllum vísindaferðum skólagöngu minnar, heilsan leyfir mér bara ekki að vera á meðal fólks þessa dagana.
Það var mikil gleði hjá mér að tveir fyrirlestrar skyldu falla niður þessa vikuna þá hafði ég minna samviskubit yfir því að liggja og "leyfa" mér að vera veik.
Vonandi kikka bragðlaukarnir inn eftir helgi og ég vona líka heitt og innilega að ég komist aftur á skrið í ræktinni og geti farið í rútínuna aftur, féll algjörlega af rútínuvagninum þessa vikuna.
No comments:
Post a Comment