Ekki veit ég hvað ég hef gert þessari flensu (já ég er enn að tala um hana) er búin að vera með svakalegt kvef og skítahósta í viku núna og ég held ég sé búin að gleyma því hvernig matur bragðast í raun og veru þar sem að ég finn ekkert bragð af neinu sem ég borða þessa dagana.
Var komin í svo sjúklega góða rútínu áður en ég varð lasin og svo bara BAMM, skotin niður á staðnum og er ekki ennþá staðin upp því alltaf þegar ég held að ég sé að verða góð þá fæ ég svakalegt hóstakast eða snýti úr mér nýrum og lungum.
Mataræðið er í algjöru ólagi hjá mér og ég hef ekki komist í ræktina í tæpar tvær vikur því ég myndi deyja á hlaupabrettinu og klárlega kafna í Hot Yoga eða spinning. Ég er mjög dugleg að gleyma því að borða og síðan loksins þegar ég fatta að ég er orðin svöng þá er blóðsykurinn í svo sögulegu lágmarki að ég gæti jafnvel borðað matinn hans Marra! Var að enda við að klára heilan Toffypops kexpakka alein og ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að hann hafi farið niður á fimm mínútum.
![]() |
Snapchattið sem ég sendi vinum mínum áður en ég gleypti í mig kexið. |
Ég var búin að lofa sjálfri mér að falla ekki í þessa gryfju aftur en ég á nóg af hollu snarli inn í skáp og ísskáp hjá mér en þetta heillaði bara meira þessa stundina, núna er ég komin með tussubumbu eftir hreyfingarleysið og ég dó næstum því á laugardaginn þegar ég þreif húsið og hóstaði eða snýtti mér á tveggja mínútna fresti.
![]() |
Allt horfið, beint í tussubumbuna!! |
Er að kafna úr kvefi og neikvæðni þessa dagana eitthvað, þessi flensa er líka búin að fara svo ógurlega í skapið á mér að ég er farin að hætta að fýla það að vera með sjálfri mér, sum sé mér finnst ég sjálf vera orðin leiðinleg! Ég er komin með hrikalegan skólaleiða, hugsanlega vegna þess að að eru tvö próf í vikunni og tvö skilaverkefni og mig langar bara ofboðslega mikið að fara að vinna og hitta fólk, ekki bara vera heima, læra, þvo þvott, sitja í sófanum og hlusta á fyrirlestra eða horfa á hundinn (ekki sjónvarpið og svo sannarlega EKKI á Friends í flakkaranum).
Vonandi fer jákvæðnin að kikka inn, ein skólavinkona mín sagði mér að fá mér Koníak þá hyrfi kvefið. Kannski ég kíkji til pabba og sjái hvort hann eigi Koníaksdreitil handa yngsta krakkanum sínum, hann á eftir að missa andlitið þegar ég spyr hann, kojufyllerí í kvöld!
No comments:
Post a Comment