Wednesday, July 2, 2014

Þreytan, þrjóskan og þrifskýkin!




Það er frídagur hjá mér í dag, FRÍ-dagur, hvað er það?? Ég man ekki eftir því að hafa tekið mér heilan dag í frí í fleiri fleiri mánuði, það er alltaf nóg að gera, kannski er það líka vegna þess að ég kann bara ómögulega að slaka á, ég er alltaf að hugsa um hitt og þetta.........aðallega þetta en samt sko aðallega skítinn á heimilinu (þegar það á við) og jiminn eini það átti svo sannarlega við í morgun, rigningin og skítaveðrið bera með sér sandinn og annað ógeð inn hjá mér (stígvélaðir kettir, öðru nafni drengirnir og hundurinn halda mér alveg við efnið).



Ég ákvað því að vera ekkert að sofa neitt lengur en til sjö í morgun þegar yngri molinn ákveður að vakna, þrátt fyrir tíu tíma stapp á háum hælum í gær, ég sef bara seinna, kræst þetta er ekki hægt sko!



Húsið var tekið í bakaríið í morgun og meira að segja hundurinn fékk að finna fyrir þrifsýkinni en hann var baðaður áður en húsið var sjænað til, hann skildi ekkert í þessu og horfði á mig eins og ég væri hans erkióvinur þegar baðinu lauk en skítafýlan af honum var komin yfir öll velsæmismörk, ég gat eiginlega ekki setið (sofið) í sófanum í gær fyrir fnyknum af dýrinu!



Ég vil meina að þetta sé bara allt þrjóska, ég var alveg drulluþreytt í morgun en vissi ef ég myndi ekki drífa þetta af þá yrði ekkert þrifið í dag, kræst sko.......ég lagði mig samt alveg eftir hádegi, fattaði það kl tólf þegar mamma hringdi að ég var ekkert búin að borða þannig að við fengum okkur dýrindis máltíð Hjá Höllu, ó Halla þvílíkur dásemdar matur alltaf hreint hjá henni, namm!



Ég er eiginlega farin að telja niður í september en þá mun ég fara til USA með mínum heittelskaða, þvílík gleði sem það verður og þá fer maður sko í almennilegt FRÍ!

No comments:

Post a Comment