Thursday, July 31, 2014

Blessað baðherbergið-flísarnar farnar

Þessar flísar-KRÆST!! Ég hef sjaldan orðið jafn mikið pirruð á einhverju og þessum flísum, sumar duttu strax af við það eitt að anda á þær á meðan að ég hefði þurft að vera með höggbor, terpentínu og jafnvel smá TNT sprengiefni til þess að losa aðrar frá veggnum! Næst tekur við að pússa og sparsla en þetta verkefni er eilítið flóknara og meiri vinna en ég bjóst við í upphafi, kannski sem betur fer-hefði aldrei lagt í þetta ef ég hefði fattað hversu viðbjóðslega mikið ryk kemur frá þessu öllu saman. Þetta er ekkert smá ryk heldur svona hveitiryk eða þið skiljið, það smeygir sér út um ALLT!

Svona lítur baðherbergið út núna, klósettsetan fékk vörn frá handklæði enda er salernið og setan spánýtt eða svo


Ég kom með tárin í augunum til eiginmannsins í gær og bað hann að hjálpa mér að taka restina f þessum pikkföstu flísum og þegar ég leit inn á bað til hans þá voru nokkrar blóðslettur eða klessur hér og það, já það er ekkert grín að rífa þetta af! Þegar Gumminn var kominn með nóg ákvað ég að klára afganginn af flísunum sem fór ekki betur en svo að þegar að sirka tíu flísar voru eftir þá steig ég vitlaust á baðkarið (sem ég stóð á), reyndi að grípa vegginn-gáfuð.....og hlunkaðist ofan í baðkarið en náði þó að reka mjöðmina í kranann í baðinu og er aum og marinn þar.

Stubbaflísarnar og bleiku neglurnar


Næst á dagskrá er fjarlægja vaskinn og litla skápinn en þar á bakvið leynast fleiri flísar-jiminn eini! Þetta hefði allt gerst í gær ef að stoppkrani eða hvað það nú heitir hefði verið til staðar, pípulagningavitið er ekki meira í okkur hjónum en það.

Þið kannski sjáið hvar var auðvelt að taka flísarnar af og hvar það var ekki auðvelt að taka þær af


En jæja þið fáið frekari fréttir af framkvæmdunum síðar, já og eiginmaðurinn ákvað að skella þvottarhúsinu í smá yfirhalningu í leiðinni og núna er ég komin með þetta glæsilega vinnuborð og nýjan krana, þessi elska, hann kannitta!

Baugótt, með rispur á olnboganum eftir fall gærdagsins og bleikar gelneglur!

No comments:

Post a Comment