Friday, July 18, 2014

Rassinn á Kim Kardashian fer bráðum að heimta sitt eigið póstnúmer!

Ég er raunveruleikaþáttafíkill, það er eiginlega hlægilegt hvað ég veit mikið og fræga fólkið og líf þess á meðan ég veit minna um ýmislegt annað en maður þarf nú að vera sérfræðingur í einhverju-er haggi?

Kim Kardashian er ein af þeim sem ég hef fylgst mikið með og veit ýmislegt um hana, hún er reyndar orðin snobbhæna dauðans eftir frægðina-hvaða frægð samt sem áður spyr maður? Eitt stykki "sex tape" og leikinn raunveruleikaþáttur. Kjellan fær ógrynni af peningum borgað fyrir að mæta á einhverja viðburði og segja hæ, ásamt því að gratis fatnaður og ýmislegt annað fylgir frægðinni.

Kanye er reyndar þekktari en Kim-eða hvað? Hann hefur allavega unnið fyrir sínu með tónlistinni og hatar þennan blessaða þátt hennar Kim, neitar að koma fram í honum og harðneitar að láta North litlu koma í mynd. Hann gaf þó undan og E! sjónvarpstöðin fékk að mynda brúðkaupið þeirra-peningarnir þið skiljið, all about the money money!

Kim finnst ekki leiðinlegt að sýna á sér bossann og er víst með sér saumamanneskju on call 24/7 til að laga buxur og fatnað, því það segir sig eiginlega sjálft að bossinn hennar kemst ekki fyrir í öllum fatnaði! Kim kaupir stór númer og lætur síðan minnka flíkurnar í kringum rassinn-jahér!

Hér eru nokkrar bossalegar myndir af Kim-teknar af henni sjálfri eða papparössunum!











No comments:

Post a Comment