Monday, July 7, 2014

Einu sinni var........gymmið, hlaup og gamlir tímar

Ó elsku sól vertu velkomin, þó það sé ekki nema í nokkra klukkutíma, við Marri vorum að klára útihlaup í sólinni, reyndar var ansi mikill mótvindur aðra leiðina og ég táraðist eins og enginn væri morgundagurinn en við látum það sko ekki á okkur fá eftir að hafa tekið útihlaup í alls konar veðri. Marri var reyndar eitthvað forvitinn og ætlaði að fara út á Grindavíkurveg og ég trylltist, kallaði (argaði) á hann og minn maður kom skömmustulegur til baka og fór beint í ólina, meiri forvitnin í þessum ferfætling alltaf hreint!
Marri, Rannveig, pallurinn og sól-eintóm gleði!

Helgin einkenndist af vinnu og ræktinni. Ég ákvað að keyra þetta í gang aftur og byrja að hreyfa mig aftur enda komin með leið á því að vera alltaf þreytt og eins og undin tuska vegna óhollustu og lítið af hreyfingu. Á föstudaginn ákvað ég að byrja loksins á nýja lyftingarprógraminu og laugardagurinn var HELL, leg day fyrsta dag helgarvaktar er ekki það gáfulegasta, fór reyndar í 90 mín spinning á laugardeginum til að reyna að hrista þetta úr mér en sunnudagurinn var bara verri fyrir vikið, það er fyrst núna sem ég finn að harðsperrurnar eru að hverfa, hlakka mikið til að taka efri líkamann, get örugglega ekki borðað eftir þann dag.....

LEG DAY, jiminn einn og einasti! Og speglaselfie-nauðsyn í ræktinni.
Ég elska að sýna fólki gamlar myndir af mér eftir meðgöngu, ég kíkji líka alltaf reglulega á þær til þess að minna mig á að dugnaður fleytir manni langa leið, endorfínflóðið er um allt í kroppnum á mér núna eftir útihlaupið og það er gott að finna fyrir þeirri tilfinningu og líða vel, ég persónulega verð að minnsta kosti afar þung og grumpy þegar ég kemst út að hlaupa eða í ræktina.
Á vinsti myndinni fannst mér ég vera sjúklega flott-hæææææ undirhaka!
Dirty thirty nálgast er handan við hornið og ég held að ég sé að sætta mig við þetta smám saman að vera ekki lengur tuttuguogeitthvað! *dæs*. Er maður ekki bara jafn gamall (gömul) og manni líður? Mér líður að minnsta kosti ekki eins og ég sé að verða þrítug, er ennþá sautján ára idjot inn við beinið-en samt aðeins gáfaðri en ég var þá og farin að meta lífið og tilveruna mun betur.
Alsæl lengst til hægri daginn fyrir hálfmaraþon fyrir tveimur árum síðan!
Vonum bara að þessi veðurblíða sé komin til að vera það sem eftir er af sumrinu, það þarf voða lítið til að gleðja mann, bara minni eða engin rigning og málið er dautt!
Hlaupafélagarnir búnir á því!

No comments:

Post a Comment