Thursday, July 3, 2014

Victoria Beckham, stuttbuxur, stígvél og Vogue

Ég er með eitthvað blæti þegar kemur að Beckham hjónunum, David í gær og Victoria í dag.
Þeir sem misstu af heimildarmyndinni með Beckham í gær á RÚV ættu að kíkja á hana, magnað hvað frægðin gerir fólk einangrað eins og David sagði, hann kynnist voða lítið af nýju fólki og fannst æðislegt að komast á meðal frumbyggja þar sem enginn þekkti hann og hann þurfti meira að segja að útskýra hvernig fótbolti gengur fyrir sig-í fyrsta sinn á ævinni!

En að Victoriu, tímaritið Vogue elskar hana, hún hefur prýtt nokkrar forsíður þar á bæ og er meðal annars forsíðustúlka ágústmánaðar.

Myndirnar af henni eru nokkuð flottar, búið er að birta þrjár en þar heldur hún meðal annars á hundi og á einni myndinni er hún í stígvélum og stuttbuxum en það var ljósmyndarinn Patrick Demarchelier sem tók myndirnar af Queen V.

Victoria er smart kona að mínu mati, frekar horuð en tískuheimurinn virðist krefjast þess að konur séu helst í stærð "zero" ef það er nú til, það er örugglega líka fjandi mikið álag á kjellu, fjögur börn, heitur eiginmaður og tískufyrirtæki, æji ég þarf bara að koma mér í ræktina aftur en mun aldrei verða eins og Victoria, mér fannst hún líka sjúklega sæt á sínum Spice Girls árum þegar hún var með smá utan á sér.

Hér að neðan eru myndir af Victoriu úr Vogue, fyrstu þrjár eru úr nýjasta tímaritinu og hinar eru eldri, myndirnar af henni og David eru ótrúlega flottar, æji þau eru eitthvað svo sæt saman....









No comments:

Post a Comment