Allt í lagi þegar ég skrifa með "dassi" þá lýg ég, ég er svo sannarlega meyja sem verður að hafa allt tip top og upp á tíu, frídagurinn í dag fór meðal annars í það að þrífa heimilið þar sem að meyjunni þótti ástandið vera orðið óíbúðarhæft-sem það var að sjálfsögðu ekki en hey, þrifin friðuðu samviskuna, kræst samviskuna yfir því að hér búa fjórar manneskjur og einn ferfætlingur.........
Samviskan nagar mig líka því mér finnst ég alltaf vera að vinna eða alltaf frá, ef ég er ekki að vinna þá er ég að vinna upp svefn eða hreyfingarleysi, knúsa síðan og kyssi kallana mína í drasl inn á milli, sá yngsti er ekkert rosalega hrifinn af öllu þessu knúsi og kjamsi en hann er ansi auðvelt skotmark þar sem að við eyðum miklum tíma tvö saman, hann ýtir mér bara frá og þurrkar kossafarið af kinninni og biður mig vinsamlega að fara fram-Ipadinn er miklu skemmtilegri en mamma sem er ofurknúsari!
Ég veit ekki hvort það er sólarleysinu að kenna eða svefnleysi að ég er í stöðugri gagnrýni við sjálfa mig, einhvern veginn finnst mér ekkert vera nógu gott sem ég geri og hausinn er á stöðugu hringsóli, gleðin er þó oft við völd og við tökum oft léttan afstress dans við mæðgin hér heimafyrir og ef ég myndi ekki vinna með öllum þessum gleðipinnum þá væri vinnan ekki eins skemmtileg, eiginmaðurinn er alltaf jafn þolinmóður en við höfum ekki átt deitstund saman í langan tíma en Bryan Adams ætlar að redda því og er mikil tilhlökkun fyrir þeim tónleikum!
Mikið agalega hlakka ég samt til þegar þessu sumri lýkur og nýjir og spennandi tímar taka við, ég er hrikalega spennt fyrir nýju vinnunni, ameríkuferðinni í september og ferð til þýskalands er í kortunum líka. Elsku Gummi minn er kominn með fastráðningu á frystitogara þannig að grasekkjulífið hefst aftur í haust en við erum öllu vön og hlökkum til að takast á við áskoranir næsta árs. Skólinn klárast einnig hjá mér næsta vor og mikið verður nú gott að halda á BA gráðunni, þá verð ég stolt af sjálfri mér og mun ekkert rífa mig niður......
En af hverju í fjandanum bý ég ekki fyrir austan núna? Þar er sko sumarið og glaðir kroppar sem sóla sig daglega, hér er bara rigning og drukknandi gróður, ég þrái sól, D vítamín og Pollýanna er löngu komin í frí, það er bara ekki hægt að vera endalaust jákvæður þegar veðrið er ekki að gera góða hluti-þið jákvæðnispinnar verðið bara að fyrirgefa mér.....
 |
Þarna var frúin þreytt en dreif sig samt í 90 mín. spinningtíma! |
 |
Sigga sæta er ofurkona og spinningtímarnir hennar eru ÆÐI! |
 |
Fallegi Friðrik Franz minn er afar einbeittur hér að horfa á golfþátt, hann á eftir að ná langt á því sviði-ég finn það á mér! |
 |
Frúin fór í útskriftarveislu, þá var sko tilefni fyrir eins selfie! |
 |
Önnur selfie, þarna nennti ég ekki í ræktina og var klædd eins og jólatré-skrautlegur fatnaður er möst í rigningunni! |
 |
The ultimate selfie-hárið komið í rugl og allt en það er bara gaman! |
 |
Stebbinn er mjög alvarlegur og duddan, við skulum ekkert ræða það mál hérna.... |
 |
Mágkonur mættar á puttanum fyrir vinnu, nei bara grín! |
 |
Sætu strákarnir mínir-þarna var róleg stund aldrei slíku vant..... |
No comments:
Post a Comment