Verslunarmannahelgin er formlega byrjuð og við famelían ætlum ekki að gera neitt enda er frúin að vinna alla helgina og á mánudaginn en eiginmaðurinn á án efa eftir að skella sér í framkvæmdir tengdar baðherberginu og kannski slá nokkrar golfkúlur líka ef veðrið verður sæmilegt. Mikið agalega hlakka ég til að mála og klára baðherbergið en núna er bara klósett og baðkar þar inni.
![]() |
Stefán Logi er ekki jafn sólarsjúkur og mamman |
Friðrik fékk gat á höfuðið í gær, í þriðja sinn sem ég bruna með hann á slysó vegna þess, hann var að hlaupa á stétt og datt á lausamöl en sem betur fer gerðist það rétt hjá mömmu og pabba og við pabbi brunuðum strax með hann þar sem að sárið var límt en það var svo mikið hár á svæðinu að það var ekki hægt að sauma.
![]() |
Friðrik minn í blóðugum bol og nýkominn af slysó, þessi snillingur heldur manni sko á tánum! |
Eftir nokkra daga byrja ég í vinnunni í skólanum og mun vinna aðeins lengur upp á flugvelli líka, það verður brjálað að gera hjá mér og mínum þegar húllumhæið byrjar en þannig þrífst ég best, rétt um mánuður í USA og bara nokkrir dagar í dirtý thirtý, já það er svo sannarlega mikið til að hlakka til á næstunni!
Njótið helgarinnar snúðarnir mínir-það ætla ég svo sannarlega að gera.
No comments:
Post a Comment