Wednesday, April 2, 2014

Salat sem svíkur engan

Það er fátt eins gott og ferskt salat, ég ákvað að elda dýrindis kjúkling í gær, átti nóg af fersku og góðu grænmeti í ísskápnum og skellti í leiðinni hollu og góðu salati í skál.

Innihald:

Klettasalatblanda
Spínat (skar það aðeins)
Gul Paprika
Konfekttómatar
Agúrka
Avocado
Ólívuolía
Salt
Pipar

Ég setti ég salt og pipar yfir salatið og ólivuolían fer yfir þegar salatið er komið í skálina og allt er klárt.



Ofureinfalt og súperhollt salat en magnið af hverju fer bara eftir smekk.

Njótið.

No comments:

Post a Comment