Wednesday, April 16, 2014

Þolinmóði eiginmaðurinn!

Það er óhætt að segja að Exel skjalið sé vel skipulagt þessa dagana en þegar það er mikið að gera hjá mér þá þakka ég svo sannarlega fyrir það að vera "nett" já bara nett skipulagsfrík!
Það er ýmislegt í gangi og ég reyni að púsla öllu saman eftir bestu getu en veggurinn mætti í gær!
Líkaminn sagði hingað og ekki lengra og núna slakar þú á, ég ætlaði mér að mæta eldspræk í Metabolic kl 06:00 en hafði ekki dropa í orku eftir í líkamanum eftir mánudaginn en svona leit mánudagurinn út:

06:00-Metabolic
07:00-08:00- Koma sér í sturtu, græja Stebbann í leikskólann, borða morgunmatinn, ganga frá ýmsu dóti og drasli í húsinu.
08:00-10:00- Hlusta á fyrirlestur og glósa uppúr honum.
10:00-12:00- Græja ýmislegt innan veggja heimilisins, skipuleggja vikuna, þvottur og fleiri skemmtilegheit.
12:00-13:00- Þitt Form hjá Freyju
13:00-15:00- Koma sér heim, borða, græja bað og mat fyrir námskeið vegna vinnunnar, baða sig og vesenast.
15:00-15:30- Ná andanum í smástund
16:00-22:00- Mætt á námskeið hjá IGS.
22:00-Heimleið og almenn uppgjöf (andlega)

Nýjar ræktarbuxur og almenn gleði!


Svefnlítil nótt tók síðan við en þarna áttaði ég mig á því að ég þyrfti að stoppa til að ná andanum aðeins lengur en bara í 30 mínútur eða svo yfir daginn! Ég er ekki þekkt fyrir neitt annað en að fara ALL IN í það sem ég tek mér fyrir hendur en ákvað að hlusta á líkamann í gær og hvíla mig, fór í smá borgarferð til að sækja vinnufötin og kaupa mér nýjar ræktarbuxur og Safrran, mmmm Saffran! Náði meira að segja að plata eiginmanninn þangað en honum langaði í pylsu eða hamborgara og ég hélt nú ekki!
Herra spékoppur á Saffran

Þessi elska hefur verið ótrúlega þolinmóður gagnvart mér undanfarnar vikur en þegar það er mikið að gera þá get ég verið ansi önug þegar eitthvað gengur ekki upp og hann er þá boxpúðinn minn, er búin að biðjast innilega afsökunar á skapsveiflum undanfarið við hann og svei mér þá ef við eigum ekki skilið að skella okkur á deit fljótlega, eða eftir prófin, eða í sumar, æji eða bara bráðlega!

Sei sei og svei, baðið bíður, námskeið á eftir, njótið dagsins elskurnar!

No comments:

Post a Comment