Monday, March 31, 2014

Ofvirka líkamsræktarrottan!

Ef það er eitthvað sem kemur mér í gott skap þegar mér líður eitthvað illa, er eitthvað pirruð eða vorkenni sjálfri mér alveg ógeðslega mikið fyrir að vera hrikalega slæmur námsmaður og svo framvegis þá er það ræktin.

Þreytt og baugótt en samt mætt í ræktina

Ég er sjálftitluð ræktarrotta en þegar best lætur þá get ég stundað eihverskonar hreyfingu 10x í viku, já það þýðir að ég fer 2x á dag í ræktina suma daga. Margir myndu telja að ég væri klikkuð eða á leiðinni í fitness mót en ég er alls ekki að tala um að ég sé tvo til þrjá tíma í senn í gymminu að flexa lóðum og öskrandi eins og kona í fæðingu.

Hoppandi glöð að komast loksins í ræktina eftir veikindi


Nei nei, róum okkur lömbin góð en hér kemur smá listi með þeirri hreyfingu sem ég stunda í hverri viku:

-Metabolic 4x í viku kl 06:00 á morgnana. Klárlega mitt uppáhald, Helgi Jónas er algjör snillingur og ég er afar þakklát fyrir þessa tíma á morgnana sem keyra mann í gang fyrir átök dagsins.

-Hot Yoga 2-3x í viku, mér finnst nauðsynlegt að komast að minnsta kosti tvisvar sinnum í Hot Yoga á viku til þess að róa mig niður, ég er mjög stressuð týpa að eðlisfari og Jóga hjálpar mér að komast í visst "zone" þar sem ég gleymi stund og stað-mæli með þessu elskurnar.

-Spinning, já S P I N N I N G er eitthvað sem ég elska, ég fer í tíma annað slagið eða þegar ég finn fyrir þeirri óstjórnlegu löngun að taka léttan trylling og missa mig í svita og góðri brennslu.

-Útihlaup. Marri er hlaupafélaginn minn og það er fátt eins gott eins og að hlaupa 6- 10 km með þennan ferfættling, þó honum langi mjög mikið til þess að fella kellu sirka fimm sinnum í hverjum hlaupatúr.

-Nýjasta nýtt er Þitt Form hjá Freyju í Sporthúsinu Reykjanesbæ en ég var svo heppin að vinna sex vikna námskeið það með einu símtali- takk fm 95,7 og Sporthúsið. Ég byrja á eftir og spennan er gersamlega í hámarki!

Spinningsvitinn


Það er ýmislegt annað sem gæti komist á þennan lista en í augnablikinu er þetta sú hreyfing sem ég stunda í augnablikinu en eftir að hafa verið 100 kíló á meðgöngu og 90 kíló eftir fæðingu þá veit ég alveg hvað það er að vera í yfirvigt þó ég muni seint teljast vera einhver bollubumba.
Heitur Jógi í Hot Yoga


En svo er nefnilega málið, það er alveg jafn erfitt að halda sér í góðu formi eins og koma sér í það, það þarf rosalega lítið til þess að maður detti úr formi, veikindi, álag í skólanum eða hrein og bein leti er eitthvað sem hindrar mann á veginum.
Hlaupafélagarnir eftir tæpa 6 km


Ragga Nagli er mitt ídol (já með í) þegar kemur að því að hvetja mig áfram en henni finnst engar afsakanir gildar og þó maður sé að sofna á sófanum þá skal maður bara gjöra svo vel að breyta hugarfarinu, rífa sig á fætur og koma sér af stað!
Fyrri meðgangan mín var mjög erfið en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi


Mun leyfa ykkur að fylgjast með mér á nýju námskeiði en ég er farin að hlakka mikið til og mun vera í sannkölluðu fantaformi eftir sex vikur þegar ég byrja í nýju vinnunni minni.

No comments:

Post a Comment