![]() |
Hlaupafélagarnir í góðum gír eftir útihlaup í sól og blíðu |
Hreyfingin fauk ekki út um veður og vind og ég bætti meira að segja tveimur útihlaupum við allt sem var að gerast. Mataræðið var upp á 10 og ég var eins og klikkhaus með nesti á námskeiði fyrir vinnuna, ætlaði mér sko ekki að falla í freistni og borða mæjónesaðar samlokur alla vikuna!
Hér er hreyfing vikunnar:
Metabolic kl 06:00- 4x
Þitt Form kl 12:05- 3x
Útihlaup tæpir 5 og 6 km- 2x
Powerspinning 90 mín- 1x
![]() |
Teygt á eftir svakalegan 90 mín. spinningtíma |
Ég komst ekki í Hot Yoga í vikunni og kroppurinn finnur svo sannarlega fyrir því, er ansi stirð og aum í honum er harðsperrurnar hafa verið að birtast á hinum ótrúlegustu stöðum!
![]() |
Hlaupagarpurinn í vorblíðunni |
Fyrir utan það að hreyfa mig eins og ég væri á leiðinni að reyna að sigra The Biggest Loser var ég líka í skólanum, þar þurfti ég að hlusta á fyrirlestra, glósa og lesa. Ofan á það var ég á námskeiði fyrir vinnuna alla daga vikunnar frá kl 16-22 en í lok vikunnar var próf uppúr öllu sem við þurftum að meðtaka sem var ansi mikill slatti get ég sagt ykkur og ég klóra mig eiginlega bara í höfðinu yfir því að hafa náð miðað við hvað ég var upptekin alla vikuna. Skipulagið lömbin góð, það fleytir manni langt í svona annasamri viku-jú og þrjóskan.
![]() |
Pollapönk mætti á afmælishátíð Grindavíkurbæjar, hér er Friðrik Franz með þessum snillingum |
Páskafríið nálgast í skólanum og ég er með alla putta, tær, líkamann og flest allt sem hægt er að krossleggja krosslagt að það verði ekki verkfall þar sem að það mun hafa mikil áhrif á allt hjá mér, vinnuna, fjölskyldulífið og námslánin að sjálfsögðu!
![]() |
Tilbúin í flugstöðvarrölt fyrir vinnuna |
EN jæja nóg um það, ný vika að hefjast og best að vinda sér í vorverkin í garðinum og þrífa bílinn, þetta þrífur sig ekki sjálft!
No comments:
Post a Comment