Innihald:
3 msk fínir hafrar (líka hægt að kaupa glúteinfría)
1/2 msk lífrænt kókosmjöl
1 msk hörfræ
1-2 msk Chiafræ
"dass" af NOW vanilludropum
Kanill eftir smekk
Þegar þetta er allt komið í krukku þá set ég vatn út í hana og hef vatnið sirka 2-4 cm yfir þurrefnunum því allt þurrefnið á eftir að sjúga í sig vökvann á meðan grauturinn er í ísskápnum yfir nótt.
Þegar ég kem heim úr Metabolic um 7 leytið er voða gott að grípa krukkuna inn í ísskáp, setja smá hrísmjólk út í, hræra vel í grautnum. Stappa banana, skera niður jarðaber, hindber, báber eða hvað sem hugurinn girnist.
Persónulega finnst mér ómissandi að setja stappaðan banana út í hann, sérstaklega eftir erfiða æfingu.
Ég vona að þið njótið jafn vel og ég.
No comments:
Post a Comment