Einu sinni í viku er gott að breyta um morgunmat og það gerði ég einmitt í morgun, hafragrauturinn fékk frí og í staðinn ákvað ég að gera ótrúlega einfaldar en mjög lúffengar pönnukökur.
Ég hef margoft reynt að gera þessar pönnukökur og þær hafa alltaf migheppnast hjá mér-þar til nú.
Galdurinn er kókoshnetuolía, holl og góð olía stútfull af gleði sem smyr og bætir kroppinn að innan.
Innihald:
2 egg
1 banani-þroskaður
Jarðaber
Bláber
Kókoshnetuolía-til steikingar
Ég byrja á því að stappa bananann mjög vel, set eggin síðan í skál og hræri þessu saman eins og enginn sé morgundagurinn með písk, það er mjög mikilvægt að blanda þessu mjög vel saman.
Það er gott að hafa pönnuna vel heita og ég notaði sósuskeið (er það ekki annars) til þess að mæla magnið á pönnuna, ég fékk 9 pönnukökur úr þessari uppskrift. Það þarf smá þolinmæði við þennan bakstur en pönnukökurnar geta átt það til að festast við pönnuna, þess vegna er mikilvægt að setja nóg af olíu á hana og leyfa þeim að bakast í smástund á fyrri hliðinni, þá festast þær síður.
Jarðaber og bláber urðu fyrir valinu sem meðlæti og ég mæli með þessari dásemd í morgunmat fyrir þig og þína.
No comments:
Post a Comment