Partur af programmet á námskeiðinu hjá Freyju er að láta mæla fituprósentuna, ég verð alltaf ógeðslega stressuð fyrir slíkar mælingar því ég kem aldrei vel úr þeim, þó ég sé í kjörþyngd og búin að missa 25 kíló síðan litli stuðboltinn kom í heiminn þá vantar alltaf herslumuninn bara heeeeerslumuninn.
Það eru þessi "barnasvæði" sem hækka mig alltaf upp, mallakúturinn teygist ógurlega á meðgöngu, bingóið kom mér gersamlega í opna skjöldu í dag og þegar hún fitukleip mig á bakinu þá hélt ég að hún ætlaði aldei að hætta að ná að toga skinnið, ok þá fituna út á bakinu WTF!
Ó boy, núna er bara að rífa sig í gang og lyfta þyngra, hef greinilega verið of góð við mig hingað til í ræktinni og tekið of létt á því, Rannsla massi mun því mæta hress og kát þegar bikiní tímabilið byrjar eða rigningartímabilið-miðað við síðasta ár þá er ég ekkert voðalega bjartsýn á sól og römmeblíðu í sumar, verð bara helmössuð í pollagalla úti að leika með drengjunum enda ekki óvön slíkum fatnaði eftir vinnu síðasta sumars.
Helgin nálgast, sem þýðir bara eitt, það er spinning á morgun og Hot Yoga-já ég ætla í báða tímana!
No comments:
Post a Comment